Innlent

Sóttvarnarráð fær skýrslu um bólusetningu gegn leghálskrabbameini

Sóttvarnarráð fékk um síðustu helgi afhenta skýrslu um kostnað og hagkvæmni við að bólusetja íslenskar stúlkur gegn leghálskrabbameini. Sóttvarnarráð hefur ekki tekið afstöðu til skýrslunnar en í henni er farið yfir kostnað við bólusetninguna, ávinning af henni og hvort hún borgi sig í raun og veru.

Eftir að sóttvarnarráð hefur tekið tekið afstöðu til skýrslunnar sendir ráðið tillögur sínar til heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun um hvort að farið verði að bólusetja stúlkurnar. Bretar tóku í október síðastliðnum ákvörðun um að bólusetja stúlkur gegn leghálskrabbameini og sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra þá að hann útilokaði ekki að sú leið yrði einnig farin hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×