Erlent

Frumrannsókn á Heathrow slysinu lokið - Vélarbilun kennt um brotlendingu

Frumrannsókn á flugslysinu sem varð á Heathrow flugvelli í gær hefur leitt það í ljós að það var vélarbilun sem olli því að Boeing 777 vél British Airwaves flugfélagsins brotlenti.

136 farþegar og 16 manna áhöfn voru um borð. Eftir að flugvélin stöðvaðist voru farþegarnir látnir fara út um neyðarútganga og var vélin tæmd á 90 sekúndum. 13 farþegar slösuðust, þar af einn alvarlega.

"Í um 600 feta hæð og um tveim mílum frá lendingarbrautinni gaf stjálfstýring skipun um meira afl frá tveimur hreyflum vélarinnar. Hreyflarnir svöruðu ekki þeirri skipun," segir í tilkynningu frá rannsóknarnefnd flugslysa á Englandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×