Innlent

Fischer trúði ekki á læknavísindin

Bobby Fischer hafði litla trú á læknavísindunum.
Bobby Fischer hafði litla trú á læknavísindunum.

Bobby Fischer lést af völdum nýrnabilunar. Einar S. Einarsson segir í samtali við Vísi að Fischer hafi ekki viljað leita sér læknisaðstoðar vegna kvilla sinna og að hann hafi ekki haft trú á vestrænum lækningaaðferðum.

„Hann hafði þjáðst af þessum kvilla lengi og á endanum lést hann af hans völdum," segir Einar. „Það bætti ekki úr skák að hann hafði takmarkað traust á læknum og komst því undir læknishendur of seint."

Einar segir að Fischer hafi þó dvalist á spítala um hálfsmánaðar skeið í október og nóvember á síðasta ári. „En hann var tregur til að leyfa læknunum að taka þetta þeim tökum sem þeir hefðu viljað," segir hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×