Erlent

Ómögulegt að vinna sigur á Srí Lanka með hernaði

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ómögulegt fyrir stríðandi fylkingar í landinu að vinna sigur með hernaði. Hann er svartsýnn á þróun í landinu fyrir almenna borgara.

Srí Lanka hefur logað í átökum bróðurpart síðasta aldarfjórðungs. Tamíltígrarnir hafa barist fyrir sjálfstæði Tamíla í norður- og austurhluta landsins síðan 1983. Sjötíu þúsund manns hafa fallið í átökum síðan þá.

Samið var um vopnahlé 2002 og norðurlandaþjóðirnar með eftirlit - Norðmenn og Íslendingar einir síðasta rúma árið. Stjórnvöld á Srí Lanka sögðu upp vopnahléssamningnum fyrir háflum mánuði. Eftirlitsmenn fóru nær allir úr landi í fyrradag.

Talsmaður stjórnvalda segir að nú verði reynt að semja á ný. Þar til þá verði einblýnt á baráttuna geng hryðjuverkum og vörn þjóðarinnar. Þorfinnur Ómarsson var þar til í lok nóvember talsmaður vopnahléseftirlitsins. Hann segir samdóma álit allra að eina leiðin til friðar sé samningaleiðin. Hann er ekki bjartsýnn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×