Sakborningar játa allir aðild að Fáskrúðsfjarðarmáli 18. janúar 2008 09:54 Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls eru fimm aðrir ákærðir fyrir aðild málinu, þeir Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason og játað þeir allir aðild að málinu með mismiklum fyrirvörum þó. Sexmenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kílóum af amfetamíni, tæpum 14 kílóum af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Þessu játaði Einar Jökull við þingfestingu í morgun en gerir fyrirvara um magn efnanna en þau verða vigtuð aftur. Einar Jökull neitar því að hafa fjármagnað fíkniefnakaupin. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Bjarni neitaði því sem fram kemur í inngangskafla ákærunnar, það er að sexmenningarnir hafi staðið saman að innflutningi efnanna. Hann játar hins vegar að hafa pakkað inn fíkniefnunum og hafa keypt vörur í byggingavöruverslun ytra en segir Einar hafa beðið sig um það. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Alvar játar í málinu en gerir eins og Einar Jökull fyrirvara um magn. Guðbjarni gerir einnig fyrirvara um magn en segist hafa verið fenginn til þess að flytja efnin yfir Atlantshafið. Þá gerir hann fyrirvara um að það í ákæru að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Marinó gerir fyrirvara um magn og að hafa ætlað að taka þátt í söludreifingu en játar ákæru að öðru leyti. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Arnar neitar að hafa staðið ásamt hinum fimm að innflutningnum eins og kemur fram í inngangskafla ákærunnar en játar að hafa lofað Einari Jökli að geyma efnin. Sagðist hann í dag ekki alveg hafa vitað hvað væri í pökkunum. Aðalmeðferð í málinu verður 31. janúar. Pólstjörnumálið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls eru fimm aðrir ákærðir fyrir aðild málinu, þeir Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason og játað þeir allir aðild að málinu með mismiklum fyrirvörum þó. Sexmenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kílóum af amfetamíni, tæpum 14 kílóum af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Þessu játaði Einar Jökull við þingfestingu í morgun en gerir fyrirvara um magn efnanna en þau verða vigtuð aftur. Einar Jökull neitar því að hafa fjármagnað fíkniefnakaupin. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Bjarni neitaði því sem fram kemur í inngangskafla ákærunnar, það er að sexmenningarnir hafi staðið saman að innflutningi efnanna. Hann játar hins vegar að hafa pakkað inn fíkniefnunum og hafa keypt vörur í byggingavöruverslun ytra en segir Einar hafa beðið sig um það. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Alvar játar í málinu en gerir eins og Einar Jökull fyrirvara um magn. Guðbjarni gerir einnig fyrirvara um magn en segist hafa verið fenginn til þess að flytja efnin yfir Atlantshafið. Þá gerir hann fyrirvara um að það í ákæru að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Marinó gerir fyrirvara um magn og að hafa ætlað að taka þátt í söludreifingu en játar ákæru að öðru leyti. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Arnar neitar að hafa staðið ásamt hinum fimm að innflutningnum eins og kemur fram í inngangskafla ákærunnar en játar að hafa lofað Einari Jökli að geyma efnin. Sagðist hann í dag ekki alveg hafa vitað hvað væri í pökkunum. Aðalmeðferð í málinu verður 31. janúar.
Pólstjörnumálið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira