Erlent

Ekkert samkomulag um varnarmál á Norðurlöndum

Yfirmaðurinn Juhani Kaskeala, staðhæfir að rök vanti í umræðu um varnarmál á Norðurlöndum. Kaskeala bendir á að ekkert norrænt samkomulag sé til um varnarmál og því séu norrænu ríkin ekki skuldbundin til að senda herlið til að aðstoða hvert annað.

Kaskeala ræddi þess mál á varnarmálaráðstefnu sem haldin var á dögunum. Greint er frá málinu á heimasíðu Norðurlandaráðs.

Kaskeala segir í viðtali við finnska ríkisútvarpið að Norðurlönd séu ekki með neinar tryggingar í varnamálum. Það er ekkert samkomuleg um varnarsamstarf, hvert land fer sínar eigin leiði en Finnland og Svíþjóð hafi að sjálfsögðu ESB.

Kaskeala er talsmaður þess að norrænu ríkin taki upp formlegt varnarsamstarf, eins og yfirmenn varnarmála í Svíþjóð og Noregi, þeir Håkan Syrén og Sverre Diesen hafa gert.

Aðrir sem lýst hafa áhuga á auknu varnarsamstarfi á Norðurlöndum eru Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar, Tarja Halonen forseti Finnlands og Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×