Erlent

Brotlending á Heathrow flugvelli

Flug BA38 kom frá Peking í Kína og virðist hafa komið of lágt inn til lendingar.
Flug BA38 kom frá Peking í Kína og virðist hafa komið of lágt inn til lendingar. MYND/AFP

Engan sakaði þegar Boeing 777 farþegaflugvél British Airways flugfélagsins nauðlenti á Heathrow flugvelli í London á öðrum tímanum í dag. Allir farþegar vélarinnar sem var að koma frá Peking í Kína komust út um neyðarrennur. Breska lögreglan segir atvikið ekki tengt hryðjuverkum.

Mikil mildi þykir að vélin lenti ekki á hraðbraut sem hún flaug yfir örskömmu áður en hún skall í jörðina nokkur hundruð metrum frá flugbrautarendanum. Samkvæmt sjónvarvottum rann vélin svo á hliðinni áfram þar til hún stöðvaði.

Sex sjúkrabílar voru sendir á staðinn en þrír farþegar voru með meðhöndlaðir með minniháttar meiðsl.

Suður-flugbraut vallarins er lokuð á meðan verið er að rannsaka málið, en norðurbrautin er opin. Einhverjar tafir verða því á flugum til og frá vellinum. Svo virðist sem vélin hafi flogið of lágt þegar hún kom inn til lendingar.

John Rowland leigurbílsstjóri sagði BBC að hún hefði nánast strokið þakið á bílnum í aðfluginu. Hann sagði að lendingarbúnaður vélarinnar hefði brotnað þegar vélin brotlenti á flugbrautinni. Mikill hvellur hefði heyrst og vélin hefði runnið á hlið. Brot úr vélinni hefðu dreifst um svæðið og útgönguleiðir hefðu verið opnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×