Erlent

Eldsvoði á Plaza hótelinu í Kaupmannahöfn

Eldur kom upp á Plaza hótelinu í nótt en það stendur við aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn. 67 gestir og tveir starfsmenn voru fluttir á brott þar sem mikinn reyk lagði um allt hótelið.

Fékk fólkið inni í lögreglurútu meðan slökkvilið var að störfum. Eldurinn kom upp í eldhúsi í kjallara hótelsins. Slökkvistarf gekk greiðlega en eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×