Erlent

Flýja til Sviss vegna ruslahauga í Napólí

Ruslahaugar sem þessir eru algeng sjón á götum Napólí þessar vikurnar.
Ruslahaugar sem þessir eru algeng sjón á götum Napólí þessar vikurnar. MYND/AP

Par frá Napólí á Ítalíu hefur sótt um hæli í Sviss þar sem það óttast á ruslið á götum Napólí muni skaða ófætt barn þeirra.

Eftir því sem svissneska dagblaðið Blick greinir frá hefur parið sótt um að setjast að í bænmum Bellinzona sem er á landamærum Sviss og Ítalíu. „Ef við dveljum áfram í Napólí munum við deyja úr krabbameini," hefur Blick eftir manninum sem segir að stórhættulegum efnum sé hent á víðavangi í borginni. „Við verðum að bjarga barninu okkar," segir maðurinn, en kona hans er komin fjóra mánuði á leið.

Fréttir af rusli hlöðnum götum Napólí hafa borist um heimsbyggðina að undanförnu. Þar eru allar sorpvinnslustöðvar yfirfullar og engin leið að losna við ruslið að sögn yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×