Erlent

Nemi hótaði fjöldamorðum í norskum grunnskóla

Fimmtán ára gamall grunnskólanemi olli mikilli skelfingu í Noregi um helgina eftir að hann hótaði fjöldamorðum í skóla sínum í myndbandi sem hann setti á netið.

Um er að ræða Kjenn grunnskólann í bænum Lörenskog en þar eru 330 nemendur. Myndbandið var sett á vefsíðuna YouTube skömmu eftir hádegið í gær og var lögreglu þegar gert viðvart. Henni tókst að rekja hvaðan myndbandið kom og handtók síðan drenginn. Hann verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×