Erlent

Fíkniefni algeng á lokuðum geðdeildum í Danmörku

Fíkniefni fljóta um allt á lokuðum deildum á geðsjúkrahúsum í Danmörku. Í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið kemur meðal annars fram að allt að helmingur sjúklinga á þessum stofnunum notar ólögleg fíkniefni.

Oft kynnast sjúklingarnir fíkniefnum í fyrsta sinn á þessum deildum og veldur það miklum truflunum á meðferð þeirra. Ida Kattrup yfirlæknir á geðsjúkrahúsinu í Álaborg segir að ekki sé aðeins um hass að ræða í þessum efnum heldur hörð fíkniefni eins og kókaín, amfetamín og e-pillur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×