Erlent

Stjórn Nígeríu í skaðabótamál við tóbaksframleiðendur

Ríkisstjórn Nígeríu hefur ákveðið að hefja skaðabótamál gegn þremur stærstu tóbaksframleiðendum heimsins. Stjórnin fer fram á skaðabætur upp á 44 milljarða dollara eða rúmlega 2.600 milljarða króna.

Í ákærunni eru tóbaksframleiðendurnir meðal annars sakaðir um að reyna að fá stöðugt yngra fólk og unglinga undir lögaldri til að hefja reykingar þótt framleiðendum megi vera dagljóst hversu hættulegar reykingar eru heilsu fólks.

Talið er að 18% Nígeríubúa reyki tóbak en stærsti aldurshópurinn er fólk undir tvítugu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×