Erlent

760 hermenn hafa látist í Afghanistan

760 hermenn hafa látist í Afghanistan.
760 hermenn hafa látist í Afghanistan. MYND/ÚR SAFNI

Tala látinna hermanna úr alþjóðlegu herliði sem verið hefur í Afghanistan síðan 2001 er komin upp í 760. Tveir hollenskir hermenn létust í landinu í gær.

Hermennirnir létust í tveimur árásum en 14 hollendingar hafa látist í landinu síðan Talíbanastjórnin var hrakin frá völdum með innrásinni 2001.

480 bandarískir hermenn hafa látist, 86 bretar og 76 kanadamenn. Þá hafa 23 spánverjar og 26 þjóðverjar látið lífið í landinu og 69 hermenn frá öðrum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×