Neyðarsjóður að verða til Guðjón Helgason skrifar 28. september 2008 12:03 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, greinir frá stöðu mála. Með henni eru fv. Harry Reid, forseti öldungadeildar, og Hank Paulson, fjármálaráðherra. MYND/AP Demókratar og repúblíkana á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi í meginatriðum um stofnun neyðarsjóðs fyrir bágstödd fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum. Eftir er að hnýta lausa enda og stefnt að því að greiða atkvæði um frumvarpið í fulltrúadeild þings í dag. Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að málinu hefði miðað vel áfram og samningafundir staðið langt fram á nótt. Enn væri þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Það yrði gert í dag og vonandi yrði hægt að leggja frumvarpið fram í fulltrúadeildinni síðar í dag og þá hægt að greiða atkvæði um það. Byggt er á frumvarpi Hanks Paulsons, fjármálaráðherra, um stofnun 700 milljarða dala neyðarsjóðs. Fé úr honum á að nota til að kaupa undirmálslán af illa stæðum bönkum og fjármálafyrirtækjum. Repúblíkanar sem og demókratar á þingi hafa gert ýmsar athugasemdir við frumvarpið, meðal annars að ekki hafi verið gert ráð fyrir opinberu eftirliti með sjóðnum. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt þing til að samþykkja það og fjármálasérfræðingar lagt áherslu á að málið verði komið í höfn áður en opnað verði fyrir viðskipti á mörkuðum vestanhafs á morgun. En á meðan tekist er á um þetta fór annað frumvarp í gegnum þingið í gær sem féll í skuggann af neyðarsjóðsfrumvarpinu. Öldungadeildin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða frumvarp sem felur í sér útgjöld fyrir bandaríska ríkið upp á jafnvirði 60 þúsund milljarða króna - til viðbótar þeim rúmlega 66 þúsund milljörðum króna sem eiga að fara í neyðarsjóðinn. Tryggir það rekstur bandaríska ríkisins eftir að núgildandi fjárlaga ári líkur sem er á þriðjudaginn. Frumvarpið heimilar olíuborun undan Norður-Atlantshafs og Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna sem hefur verið umdeilt. Það hefur verið þrætuepli milli demókrata annars vegar, sem hafa meirihluta á þingi, og repúblíkana og stjórnar Bush Bandaríkjaforseta hins vegar. Samið var um útgjöld til ýmissa gæluverkefna þingmanna úr báðum flokkum svo koma mætti frumvarpinu í gegn en háværar kröfur hafa verið um olíuborun á þessum svæðum vegna hækkana á eldsneytisverði í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Demókratar og repúblíkana á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi í meginatriðum um stofnun neyðarsjóðs fyrir bágstödd fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum. Eftir er að hnýta lausa enda og stefnt að því að greiða atkvæði um frumvarpið í fulltrúadeild þings í dag. Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að málinu hefði miðað vel áfram og samningafundir staðið langt fram á nótt. Enn væri þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Það yrði gert í dag og vonandi yrði hægt að leggja frumvarpið fram í fulltrúadeildinni síðar í dag og þá hægt að greiða atkvæði um það. Byggt er á frumvarpi Hanks Paulsons, fjármálaráðherra, um stofnun 700 milljarða dala neyðarsjóðs. Fé úr honum á að nota til að kaupa undirmálslán af illa stæðum bönkum og fjármálafyrirtækjum. Repúblíkanar sem og demókratar á þingi hafa gert ýmsar athugasemdir við frumvarpið, meðal annars að ekki hafi verið gert ráð fyrir opinberu eftirliti með sjóðnum. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt þing til að samþykkja það og fjármálasérfræðingar lagt áherslu á að málið verði komið í höfn áður en opnað verði fyrir viðskipti á mörkuðum vestanhafs á morgun. En á meðan tekist er á um þetta fór annað frumvarp í gegnum þingið í gær sem féll í skuggann af neyðarsjóðsfrumvarpinu. Öldungadeildin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða frumvarp sem felur í sér útgjöld fyrir bandaríska ríkið upp á jafnvirði 60 þúsund milljarða króna - til viðbótar þeim rúmlega 66 þúsund milljörðum króna sem eiga að fara í neyðarsjóðinn. Tryggir það rekstur bandaríska ríkisins eftir að núgildandi fjárlaga ári líkur sem er á þriðjudaginn. Frumvarpið heimilar olíuborun undan Norður-Atlantshafs og Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna sem hefur verið umdeilt. Það hefur verið þrætuepli milli demókrata annars vegar, sem hafa meirihluta á þingi, og repúblíkana og stjórnar Bush Bandaríkjaforseta hins vegar. Samið var um útgjöld til ýmissa gæluverkefna þingmanna úr báðum flokkum svo koma mætti frumvarpinu í gegn en háværar kröfur hafa verið um olíuborun á þessum svæðum vegna hækkana á eldsneytisverði í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira