Erlent

Lofa réttlátum réttarhöldum

Bandarísk yfirvöld hafa heitið réttlátum réttarhöldum yfir Guantanamo föngunum sex sem ákærðir hafa verið fyrir aðild sína að hryðjuverkunum ellefta september. Mennirnir gætu átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði þeir fundnir sekir en á meðal þeirra er Khalid Sheikh Mohammad sem handtekinn var í Pakistan árið 2003.

Hann er sagður vera skipuleggjandi ódæðisins. Mannréttindasamtök hafa lýst áhyggjum af málsmeðferðinni og halda því fram að mennirnir hafi verið pyntaðir í Guantanamo. Það er sérstaklega játning Khalids Mohammed sem efast er um að fengin hafi verið fram með réttmætum hætti en bandaríska leyniþjónustan hefur játað að hafa beitt hann pyntingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×