Rúmlega hundrað sagt upp og verslunum lokað hjá Húsasmiðjunni 26. nóvember 2008 21:20 Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér. „Við erum að bregast við miklum samdrætti í sölu á byggingavörum. Eftir að bankarnir hrundu brást fjármögnun til stórra verka. Það er farið að hafa áhrif á eftirspurn og það á bara eftir að versna," segir Steinn Logi og bætir við að gengisþróunin hafi einnig haft áhrif til hins verra á framlegð fyrirtækisins. Hann segir að um 20 prósentum starfsmanna hafi verið sagt upp. „Þetta eru hundrað fastir starfsmenn í fullu starfi en síðan verða einnig uppsagnir á fólki sem hefur verið í hlutastörfum þannig að ég hef metið það sem svo að þettu séu um fimmtán til tuttugu prósent starfsmanna sem við þurfum að segja upp þegar allt er talið," segir hann. „Aðgerðin felst í því að við erum að endurskipuleggja starfssemina á höfuðborgarsvæðinu. Við styrkjum verslanir okkar í Skútuvoginum og í Grafarholti en lokum tveimur öðrum, pípulagnadeildinni í Skútuvogi og verslun okkar í Ögurhvarfi. Við munum líka minnka starfssemina í Súðarvogi en efla timburdeildirnar í hinum verslununum." Hann segir engar launalækkanir fyrirhugaðar hjá Húsasmiðjunni fyrir utan að laun forstjóra og framkvæmdastjóra verði lækkuð. Steinn segir ástandið afar slæmt í þessum geira. „Þegar áhrifin af samdrætti í byggingariðnaði verða að fullu komin fram á næstu mánuðum mun ástandið bara versna. Ofan á það bætist að gengisáhættan er gífurleg og óvissan mikil. En ég held að við munum standa þetta af okkur og markmiðið með þessum aðgerðum er að gera það. En það munu ekki öll fyrirtæki standa þetta af sér, en við ætlum að vera eitt af þeim," segir Steinn Logi. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér. „Við erum að bregast við miklum samdrætti í sölu á byggingavörum. Eftir að bankarnir hrundu brást fjármögnun til stórra verka. Það er farið að hafa áhrif á eftirspurn og það á bara eftir að versna," segir Steinn Logi og bætir við að gengisþróunin hafi einnig haft áhrif til hins verra á framlegð fyrirtækisins. Hann segir að um 20 prósentum starfsmanna hafi verið sagt upp. „Þetta eru hundrað fastir starfsmenn í fullu starfi en síðan verða einnig uppsagnir á fólki sem hefur verið í hlutastörfum þannig að ég hef metið það sem svo að þettu séu um fimmtán til tuttugu prósent starfsmanna sem við þurfum að segja upp þegar allt er talið," segir hann. „Aðgerðin felst í því að við erum að endurskipuleggja starfssemina á höfuðborgarsvæðinu. Við styrkjum verslanir okkar í Skútuvoginum og í Grafarholti en lokum tveimur öðrum, pípulagnadeildinni í Skútuvogi og verslun okkar í Ögurhvarfi. Við munum líka minnka starfssemina í Súðarvogi en efla timburdeildirnar í hinum verslununum." Hann segir engar launalækkanir fyrirhugaðar hjá Húsasmiðjunni fyrir utan að laun forstjóra og framkvæmdastjóra verði lækkuð. Steinn segir ástandið afar slæmt í þessum geira. „Þegar áhrifin af samdrætti í byggingariðnaði verða að fullu komin fram á næstu mánuðum mun ástandið bara versna. Ofan á það bætist að gengisáhættan er gífurleg og óvissan mikil. En ég held að við munum standa þetta af okkur og markmiðið með þessum aðgerðum er að gera það. En það munu ekki öll fyrirtæki standa þetta af sér, en við ætlum að vera eitt af þeim," segir Steinn Logi.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira