Rúmlega hundrað sagt upp og verslunum lokað hjá Húsasmiðjunni 26. nóvember 2008 21:20 Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér. „Við erum að bregast við miklum samdrætti í sölu á byggingavörum. Eftir að bankarnir hrundu brást fjármögnun til stórra verka. Það er farið að hafa áhrif á eftirspurn og það á bara eftir að versna," segir Steinn Logi og bætir við að gengisþróunin hafi einnig haft áhrif til hins verra á framlegð fyrirtækisins. Hann segir að um 20 prósentum starfsmanna hafi verið sagt upp. „Þetta eru hundrað fastir starfsmenn í fullu starfi en síðan verða einnig uppsagnir á fólki sem hefur verið í hlutastörfum þannig að ég hef metið það sem svo að þettu séu um fimmtán til tuttugu prósent starfsmanna sem við þurfum að segja upp þegar allt er talið," segir hann. „Aðgerðin felst í því að við erum að endurskipuleggja starfssemina á höfuðborgarsvæðinu. Við styrkjum verslanir okkar í Skútuvoginum og í Grafarholti en lokum tveimur öðrum, pípulagnadeildinni í Skútuvogi og verslun okkar í Ögurhvarfi. Við munum líka minnka starfssemina í Súðarvogi en efla timburdeildirnar í hinum verslununum." Hann segir engar launalækkanir fyrirhugaðar hjá Húsasmiðjunni fyrir utan að laun forstjóra og framkvæmdastjóra verði lækkuð. Steinn segir ástandið afar slæmt í þessum geira. „Þegar áhrifin af samdrætti í byggingariðnaði verða að fullu komin fram á næstu mánuðum mun ástandið bara versna. Ofan á það bætist að gengisáhættan er gífurleg og óvissan mikil. En ég held að við munum standa þetta af okkur og markmiðið með þessum aðgerðum er að gera það. En það munu ekki öll fyrirtæki standa þetta af sér, en við ætlum að vera eitt af þeim," segir Steinn Logi. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér. „Við erum að bregast við miklum samdrætti í sölu á byggingavörum. Eftir að bankarnir hrundu brást fjármögnun til stórra verka. Það er farið að hafa áhrif á eftirspurn og það á bara eftir að versna," segir Steinn Logi og bætir við að gengisþróunin hafi einnig haft áhrif til hins verra á framlegð fyrirtækisins. Hann segir að um 20 prósentum starfsmanna hafi verið sagt upp. „Þetta eru hundrað fastir starfsmenn í fullu starfi en síðan verða einnig uppsagnir á fólki sem hefur verið í hlutastörfum þannig að ég hef metið það sem svo að þettu séu um fimmtán til tuttugu prósent starfsmanna sem við þurfum að segja upp þegar allt er talið," segir hann. „Aðgerðin felst í því að við erum að endurskipuleggja starfssemina á höfuðborgarsvæðinu. Við styrkjum verslanir okkar í Skútuvoginum og í Grafarholti en lokum tveimur öðrum, pípulagnadeildinni í Skútuvogi og verslun okkar í Ögurhvarfi. Við munum líka minnka starfssemina í Súðarvogi en efla timburdeildirnar í hinum verslununum." Hann segir engar launalækkanir fyrirhugaðar hjá Húsasmiðjunni fyrir utan að laun forstjóra og framkvæmdastjóra verði lækkuð. Steinn segir ástandið afar slæmt í þessum geira. „Þegar áhrifin af samdrætti í byggingariðnaði verða að fullu komin fram á næstu mánuðum mun ástandið bara versna. Ofan á það bætist að gengisáhættan er gífurleg og óvissan mikil. En ég held að við munum standa þetta af okkur og markmiðið með þessum aðgerðum er að gera það. En það munu ekki öll fyrirtæki standa þetta af sér, en við ætlum að vera eitt af þeim," segir Steinn Logi.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira