Rúmlega hundrað sagt upp og verslunum lokað hjá Húsasmiðjunni 26. nóvember 2008 21:20 Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér. „Við erum að bregast við miklum samdrætti í sölu á byggingavörum. Eftir að bankarnir hrundu brást fjármögnun til stórra verka. Það er farið að hafa áhrif á eftirspurn og það á bara eftir að versna," segir Steinn Logi og bætir við að gengisþróunin hafi einnig haft áhrif til hins verra á framlegð fyrirtækisins. Hann segir að um 20 prósentum starfsmanna hafi verið sagt upp. „Þetta eru hundrað fastir starfsmenn í fullu starfi en síðan verða einnig uppsagnir á fólki sem hefur verið í hlutastörfum þannig að ég hef metið það sem svo að þettu séu um fimmtán til tuttugu prósent starfsmanna sem við þurfum að segja upp þegar allt er talið," segir hann. „Aðgerðin felst í því að við erum að endurskipuleggja starfssemina á höfuðborgarsvæðinu. Við styrkjum verslanir okkar í Skútuvoginum og í Grafarholti en lokum tveimur öðrum, pípulagnadeildinni í Skútuvogi og verslun okkar í Ögurhvarfi. Við munum líka minnka starfssemina í Súðarvogi en efla timburdeildirnar í hinum verslununum." Hann segir engar launalækkanir fyrirhugaðar hjá Húsasmiðjunni fyrir utan að laun forstjóra og framkvæmdastjóra verði lækkuð. Steinn segir ástandið afar slæmt í þessum geira. „Þegar áhrifin af samdrætti í byggingariðnaði verða að fullu komin fram á næstu mánuðum mun ástandið bara versna. Ofan á það bætist að gengisáhættan er gífurleg og óvissan mikil. En ég held að við munum standa þetta af okkur og markmiðið með þessum aðgerðum er að gera það. En það munu ekki öll fyrirtæki standa þetta af sér, en við ætlum að vera eitt af þeim," segir Steinn Logi. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér. „Við erum að bregast við miklum samdrætti í sölu á byggingavörum. Eftir að bankarnir hrundu brást fjármögnun til stórra verka. Það er farið að hafa áhrif á eftirspurn og það á bara eftir að versna," segir Steinn Logi og bætir við að gengisþróunin hafi einnig haft áhrif til hins verra á framlegð fyrirtækisins. Hann segir að um 20 prósentum starfsmanna hafi verið sagt upp. „Þetta eru hundrað fastir starfsmenn í fullu starfi en síðan verða einnig uppsagnir á fólki sem hefur verið í hlutastörfum þannig að ég hef metið það sem svo að þettu séu um fimmtán til tuttugu prósent starfsmanna sem við þurfum að segja upp þegar allt er talið," segir hann. „Aðgerðin felst í því að við erum að endurskipuleggja starfssemina á höfuðborgarsvæðinu. Við styrkjum verslanir okkar í Skútuvoginum og í Grafarholti en lokum tveimur öðrum, pípulagnadeildinni í Skútuvogi og verslun okkar í Ögurhvarfi. Við munum líka minnka starfssemina í Súðarvogi en efla timburdeildirnar í hinum verslununum." Hann segir engar launalækkanir fyrirhugaðar hjá Húsasmiðjunni fyrir utan að laun forstjóra og framkvæmdastjóra verði lækkuð. Steinn segir ástandið afar slæmt í þessum geira. „Þegar áhrifin af samdrætti í byggingariðnaði verða að fullu komin fram á næstu mánuðum mun ástandið bara versna. Ofan á það bætist að gengisáhættan er gífurleg og óvissan mikil. En ég held að við munum standa þetta af okkur og markmiðið með þessum aðgerðum er að gera það. En það munu ekki öll fyrirtæki standa þetta af sér, en við ætlum að vera eitt af þeim," segir Steinn Logi.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira