María Björg: Fékk gæsahúð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2008 14:30 María Björg Ágústsdóttir, leikmaður KR. Mynd/Stefán María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn. María tók sér frí frá íslenskri knattspyrnu í tvö tímabil, 2006 og 2007, en gekk svo aftur í raðir KR seint á síðasta ári. Hún hefur svo staðið vaktina í marki KR í sumar og hélt til að mynda hreinu gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. „Ég var í krefjandi námi í Bandaríkjunum og síðar í Englandi og það var orðið ansi lýjandi að sinna fótboltanum með skólanum. Ég var komin með ágætt í bili,“ sagði hún í samtali við Vísi. „En ég hef stefnt að því í allt ár að komast aftur í landsliðið og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði fréttirnar. Þetta tók sinn tíma en ég er mjög sátt.“ „Ég var líka lengi í landsliðinu áður en ég tók pásuna og hef alltaf óskað þessu liði alls hins besta. Maður segir líka ekki nei við landsliðinu, sé óskað eftir manni þar.“ Aðalmarkvörður landsliðsins hefur verið Þóra B. Helgadóttir og á María ekki von á því að hún velti henni úr sessi um helgina. „Ég held að þetta hafi gengið vel hingað til. En ég mun gera mitt besta til að fá góð úrslit, sama hver mín persónulegu hlutskipti verða.“ Hún telur að það ríki meiri tilhlökkun en stress í landsliðshópnum fyrir leikinn en Íslandi dugir jafntefli í Frakklandi til að tryggja sér beinan þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Tap þýðir að liðið þarf að fara í umspil um laust sæti. „Þar sem okkur nægir jafntefli eru líkurnar aðeins meiri en minni. Þetta er úrslitaleikur að vissu leyti en mótið er þó ekki búið ef við töpum. Við höfum því minna að tapa en ella.“ Landsliðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr KR og Val en þessi lið mættust í bikarúrslitunum um helgina þar sem KR vann 4-0 sigur. „KR-ingarnir eru í sigurvímu og Valsararnir sorgmæddir. En þessi leikur mun ekkert þvælast fyrir okkur. Þessi rígur er bara inn á vellinum og svo er það búið. Þetta er svo góður hópur í landsliðinu og ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af einhverju veseni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn. María tók sér frí frá íslenskri knattspyrnu í tvö tímabil, 2006 og 2007, en gekk svo aftur í raðir KR seint á síðasta ári. Hún hefur svo staðið vaktina í marki KR í sumar og hélt til að mynda hreinu gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. „Ég var í krefjandi námi í Bandaríkjunum og síðar í Englandi og það var orðið ansi lýjandi að sinna fótboltanum með skólanum. Ég var komin með ágætt í bili,“ sagði hún í samtali við Vísi. „En ég hef stefnt að því í allt ár að komast aftur í landsliðið og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði fréttirnar. Þetta tók sinn tíma en ég er mjög sátt.“ „Ég var líka lengi í landsliðinu áður en ég tók pásuna og hef alltaf óskað þessu liði alls hins besta. Maður segir líka ekki nei við landsliðinu, sé óskað eftir manni þar.“ Aðalmarkvörður landsliðsins hefur verið Þóra B. Helgadóttir og á María ekki von á því að hún velti henni úr sessi um helgina. „Ég held að þetta hafi gengið vel hingað til. En ég mun gera mitt besta til að fá góð úrslit, sama hver mín persónulegu hlutskipti verða.“ Hún telur að það ríki meiri tilhlökkun en stress í landsliðshópnum fyrir leikinn en Íslandi dugir jafntefli í Frakklandi til að tryggja sér beinan þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Tap þýðir að liðið þarf að fara í umspil um laust sæti. „Þar sem okkur nægir jafntefli eru líkurnar aðeins meiri en minni. Þetta er úrslitaleikur að vissu leyti en mótið er þó ekki búið ef við töpum. Við höfum því minna að tapa en ella.“ Landsliðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr KR og Val en þessi lið mættust í bikarúrslitunum um helgina þar sem KR vann 4-0 sigur. „KR-ingarnir eru í sigurvímu og Valsararnir sorgmæddir. En þessi leikur mun ekkert þvælast fyrir okkur. Þessi rígur er bara inn á vellinum og svo er það búið. Þetta er svo góður hópur í landsliðinu og ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af einhverju veseni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn