Elísabet: Gamall draumur að rætast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2008 10:01 Elísabet Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í haust. Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF. „Þetta kom óvænt upp fyrir nokkrum vikum," sagði Elísabet aðspurð um aðdraganda nýja starfsins. „Ég ákvað að bíða með þetta þar til að tímabilinu lauk með Val en svo gekk þetta mjög hratt fyrir sig." „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem gott tækifæri fyrir mig. Sænska úrvalsdeildin er af mörgum talin sú besta og það er búið að vera draumur minn lengi að fara út. Það var því ekkert annað í stöðunni en að grípa þetta tækifæri." Kristianstad var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Erla Steina Arnardóttir leikur með félaginu og kom með því upp úr 1. deildinni í fyrra. „Markmið liðsins var að halda sér uppi og það tókst. Kristianstad er lítill bær og félagið er ungt. Mér líst afskaplega vel á þetta," og sagði aðspurð þó ekkert hafa rætt við Erlu Steinu í aðdraganda þessa máls. Henni hefur ekki enn gefist tækifæri til að fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi við fólkið úti og kynnt mér allt það sem ég hef getað kynnt mér. En ég fer út um næstu helgi og skrifa þá undir samninginn. Ég mun þó ekki flytja út fyrr en um áramótin en ferðast á milli þangað til og hef undirbúningstímabilið þannig." Sænskir fjölmiðlar hafa einnig velt því fyrir sér hvort að Margrét Lára Viðarsdóttir kunni að fylgja Elísabetu með til félagsins en hún þvertekur fyrir það. „Ég get staðfest að hún fer ekki með mér til félagsins. Mér dettur ekki einu sinni í hug að ræða þann möguleika við hana. Allir þjálfarar vilja hafa leikmann eins og hana í sínu félagi en hún á möguleika á að fara til svo miklu stærri félaga. Það eru því engar líkur á því að hún komi til Kristianstad." Hún segir þó mjög góðar líkur á því að hún muni líta til Íslands þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. „Það eru nokkrir leikmenn á Íslandi sem ég hef áhuga á. En ég er varla mætt til vinnu og fer yfir þetta í rólegheitum þegar þar að kemur. Ég er þó byrjuð að skoða þessi mál aðeins en það er ekkert sem er fast í hendi." Spurð um markmið sín með sitt nýja félag segir Elísabet ljóst að hún ætli sér ekki „bara að vera með", eins og hún orðar það. „Ég ætla að fara þarna út til að standa mig. Það er engin ástæða til annars." Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF. „Þetta kom óvænt upp fyrir nokkrum vikum," sagði Elísabet aðspurð um aðdraganda nýja starfsins. „Ég ákvað að bíða með þetta þar til að tímabilinu lauk með Val en svo gekk þetta mjög hratt fyrir sig." „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem gott tækifæri fyrir mig. Sænska úrvalsdeildin er af mörgum talin sú besta og það er búið að vera draumur minn lengi að fara út. Það var því ekkert annað í stöðunni en að grípa þetta tækifæri." Kristianstad var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Erla Steina Arnardóttir leikur með félaginu og kom með því upp úr 1. deildinni í fyrra. „Markmið liðsins var að halda sér uppi og það tókst. Kristianstad er lítill bær og félagið er ungt. Mér líst afskaplega vel á þetta," og sagði aðspurð þó ekkert hafa rætt við Erlu Steinu í aðdraganda þessa máls. Henni hefur ekki enn gefist tækifæri til að fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi við fólkið úti og kynnt mér allt það sem ég hef getað kynnt mér. En ég fer út um næstu helgi og skrifa þá undir samninginn. Ég mun þó ekki flytja út fyrr en um áramótin en ferðast á milli þangað til og hef undirbúningstímabilið þannig." Sænskir fjölmiðlar hafa einnig velt því fyrir sér hvort að Margrét Lára Viðarsdóttir kunni að fylgja Elísabetu með til félagsins en hún þvertekur fyrir það. „Ég get staðfest að hún fer ekki með mér til félagsins. Mér dettur ekki einu sinni í hug að ræða þann möguleika við hana. Allir þjálfarar vilja hafa leikmann eins og hana í sínu félagi en hún á möguleika á að fara til svo miklu stærri félaga. Það eru því engar líkur á því að hún komi til Kristianstad." Hún segir þó mjög góðar líkur á því að hún muni líta til Íslands þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. „Það eru nokkrir leikmenn á Íslandi sem ég hef áhuga á. En ég er varla mætt til vinnu og fer yfir þetta í rólegheitum þegar þar að kemur. Ég er þó byrjuð að skoða þessi mál aðeins en það er ekkert sem er fast í hendi." Spurð um markmið sín með sitt nýja félag segir Elísabet ljóst að hún ætli sér ekki „bara að vera með", eins og hún orðar það. „Ég ætla að fara þarna út til að standa mig. Það er engin ástæða til annars."
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25