Fritzl vakti óhug í Hallgrímskirkju Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. maí 2008 14:44 Josef Fritzl. MYND/AP Myndlistarnemendur við Listaháskóla Íslands standa nú fyrir ljósmyndasýningunni „Biblían - bók bókanna" í forkirkju Hallgrímskirkju. Er sýningin haldin í tilefni af nýju biblíuþýðingunni. Eitt verkanna á sýningunni þótti þó ekki heppilegt til sýningar í guðs húsi en þar var um að ræða mynd af hinum austurríska Josef Fritzl. „Verkefnið var að vinna út frá biblíusögulegum myndefnum. Við skoðuðum ákveðnar trúarlegar og listfræðilegar forsendur fyrir þessu verkefni. Hugmyndin var að hver nemandi gerði eitt verk út frá þessum forsendum," útskýrir Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskólann og umsjónarmaður sýningarinnar. „Þegar komið er að því að sýna uppgötvum við fljótlega að þarna er eitt verk sem er á mörkunum, tengt ógæfumanninum í Austurríki. Þetta var einfölduð andlitsmynd af honum eins og hún birtist í blöðum, í raun mynd af mynd af honum," segir Einar. „Ég held að hugmynd nemandans hafi verið að varpa fram spurningum um fyrirgefninguna og það að setja sig í dómarasæti yfir einhverjum, bæði þessi ákveðni maður yfir sinni fjölskyldu og eins almenningur eins og hann hefur brugðist við fréttum af manninum og dæmt hann fyrir fram. Svo fóru nú að renna á okkur tvær grímur og við sannfærðumst um það þegar við fórum að ræða við fólkið i kirkjunni. Fólk kemur þangað meðal annars til að leita sáluhjálpar vegna ýmissa mála og við ákváðum því að draga verkið til baka," segir hann enn fremur. Einar segir viðkomandi nemanda hafa sýnt þessum sjónarmiðum fullan skilning. Auk þess hafi starfsmenn kirkjunnar komið að máli við aðstandendur sýningarinnar sem hafi styrkt ákvörðunina enn frekar. Ekki náðist í höfund myndarinnar. Auk Listaháskólans standa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hið íslenska biblíufélag að sýningunni sem stendur yfir í mánuð. Hallgrímskirkja Mál Josef Fritzl Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Myndlistarnemendur við Listaháskóla Íslands standa nú fyrir ljósmyndasýningunni „Biblían - bók bókanna" í forkirkju Hallgrímskirkju. Er sýningin haldin í tilefni af nýju biblíuþýðingunni. Eitt verkanna á sýningunni þótti þó ekki heppilegt til sýningar í guðs húsi en þar var um að ræða mynd af hinum austurríska Josef Fritzl. „Verkefnið var að vinna út frá biblíusögulegum myndefnum. Við skoðuðum ákveðnar trúarlegar og listfræðilegar forsendur fyrir þessu verkefni. Hugmyndin var að hver nemandi gerði eitt verk út frá þessum forsendum," útskýrir Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskólann og umsjónarmaður sýningarinnar. „Þegar komið er að því að sýna uppgötvum við fljótlega að þarna er eitt verk sem er á mörkunum, tengt ógæfumanninum í Austurríki. Þetta var einfölduð andlitsmynd af honum eins og hún birtist í blöðum, í raun mynd af mynd af honum," segir Einar. „Ég held að hugmynd nemandans hafi verið að varpa fram spurningum um fyrirgefninguna og það að setja sig í dómarasæti yfir einhverjum, bæði þessi ákveðni maður yfir sinni fjölskyldu og eins almenningur eins og hann hefur brugðist við fréttum af manninum og dæmt hann fyrir fram. Svo fóru nú að renna á okkur tvær grímur og við sannfærðumst um það þegar við fórum að ræða við fólkið i kirkjunni. Fólk kemur þangað meðal annars til að leita sáluhjálpar vegna ýmissa mála og við ákváðum því að draga verkið til baka," segir hann enn fremur. Einar segir viðkomandi nemanda hafa sýnt þessum sjónarmiðum fullan skilning. Auk þess hafi starfsmenn kirkjunnar komið að máli við aðstandendur sýningarinnar sem hafi styrkt ákvörðunina enn frekar. Ekki náðist í höfund myndarinnar. Auk Listaháskólans standa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hið íslenska biblíufélag að sýningunni sem stendur yfir í mánuð.
Hallgrímskirkja Mál Josef Fritzl Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira