Eiginkona Guðmundar í Byrginu vill þrjár milljónir í skaðabætur Andri Ólafsson skrifar 12. mars 2008 14:57 Helga vill þrjár milljónir. Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur stefnt Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, og tveimur viðmælendum hennar, Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, fyrir meiðyrði sem Helga segir að hafi verið höfð um sig í helgarblaðsviðtali sem DV birti þann 2. ágúst í fyrra. Helga krefst þess að fjöldinn allur af ummælum sem Erla hafði eftir viðmælendum sínum verði ómerkt og að sér verði greiddar þrjár milljónir í skaðabætur. Viðtalið sem um ræðir bar fyrirsögnina "Árásir Satans". Í því greindu Magnús og Ólöf frá meintum kynlífsathöfnum sem Helga átti að hafa tekið þátt í ásamt eiginmanni hennar, þáverandi forstöðumanni meðferðarheimilis, og öðrum vistmönnum. Þá héldu viðmælendur DV því einnig fram að Helga hefði haft vitneskju um kynferðislega misnotkun eiginmanns síns á vistmönnum meðferðarstofnunar og að hún hafi tekið þátt í þjálfun vistmanna sem drottnara í lesbísku kynlífi. Vísir hefur stefnuna, sem Helga hefur birt þeim Ólöfu, Magnúsi og Erlu, undir höndum. Í henni segir að hún hafi orðið fyrir verulegum skaða á tilfinningar- og sálarlífi. Hún hafi einnig orðið fyrir verulegri röskun, óþægindum og ýmisskonar þjáningum. Guðmundur Jónsson, eiginmaður Helgu, bíður dóms í máli ákæruvaldsins gegn sér en honum er gefið að sök að hafa misnotað fjóra vistmenn Byrgisins kynferðislega. Viðtalið var tekið á meðan þau mál voru í rannsókn. Athygli vekur að Helga Haraldsdóttir stefnir blaðamanninum sem skrifar viðtalið en ekki ritstjórum og ábyrgðarmönnum blaðsins sem viðtalið birtist í. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur stefnt Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, og tveimur viðmælendum hennar, Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, fyrir meiðyrði sem Helga segir að hafi verið höfð um sig í helgarblaðsviðtali sem DV birti þann 2. ágúst í fyrra. Helga krefst þess að fjöldinn allur af ummælum sem Erla hafði eftir viðmælendum sínum verði ómerkt og að sér verði greiddar þrjár milljónir í skaðabætur. Viðtalið sem um ræðir bar fyrirsögnina "Árásir Satans". Í því greindu Magnús og Ólöf frá meintum kynlífsathöfnum sem Helga átti að hafa tekið þátt í ásamt eiginmanni hennar, þáverandi forstöðumanni meðferðarheimilis, og öðrum vistmönnum. Þá héldu viðmælendur DV því einnig fram að Helga hefði haft vitneskju um kynferðislega misnotkun eiginmanns síns á vistmönnum meðferðarstofnunar og að hún hafi tekið þátt í þjálfun vistmanna sem drottnara í lesbísku kynlífi. Vísir hefur stefnuna, sem Helga hefur birt þeim Ólöfu, Magnúsi og Erlu, undir höndum. Í henni segir að hún hafi orðið fyrir verulegum skaða á tilfinningar- og sálarlífi. Hún hafi einnig orðið fyrir verulegri röskun, óþægindum og ýmisskonar þjáningum. Guðmundur Jónsson, eiginmaður Helgu, bíður dóms í máli ákæruvaldsins gegn sér en honum er gefið að sök að hafa misnotað fjóra vistmenn Byrgisins kynferðislega. Viðtalið var tekið á meðan þau mál voru í rannsókn. Athygli vekur að Helga Haraldsdóttir stefnir blaðamanninum sem skrifar viðtalið en ekki ritstjórum og ábyrgðarmönnum blaðsins sem viðtalið birtist í.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira