Innlent

Hyggst þiggja boð Novator

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra og starfandi umhverfisráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra og starfandi umhverfisráðherra.

Starfandi umhverfisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, segir að boð Novator þess efnis að félagið greiði kostnaðinn vegna björgun hvítabjarnarins í Skagafirði verði þegið. Þetta kom fram í Tíufréttum Útvarpsins.

Björgvin sagði í fréttatímanum að hann hafi ráðfært sig við ráðuneytisstjóra  umhverfisráðuneytisins og að ekkert væri því til fyrirstöðu að þiggja boðið. Hann segir jafnframt að jákvætt sé að einkaaðilar komi að máli sem þessu og finnst boð Novator höfðinglegt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×