Innlent

Mótmæli settu sjúkraflutninga úr skorðum

Fjórir sjúkrabílar voru á vettvangi mótmælanna þegar mest varþ
Fjórir sjúkrabílar voru á vettvangi mótmælanna þegar mest varþ MYND/Stöð 2

Mótmælaðgerðirnar við Suðurlandsveg í dag settu áætlanir slökkviliðsins um sjúkraflutninga úr skorðum en aðgerðum mótmælenda er að mestu leyti lokið.

Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliðinu að fjórir sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang mótmælanna og þurfti að kalla út aukamannskap til þess að sinna flutningum á sjúklingum í borginni. Slökkviliðið gat þó sinnt öllum forgangsflutningum. Þessari aukavinnu mannskapsins lauk um hálffjögur og allt er nú að færast í eðlilegt horf hjá slökkviliðinu.

Það flutti tvo á sjúkrahús eftir að lögregla hafði beitt piparúða á mótmælendur. Auk þess var slökkviliði með dælubíl á staðnum fyrri hluta dags að beiðni lögreglu þar sem um óeirðir var að ræða og hætta á að eldur gæti brotist út.

Mótmælunum er nú að mestu leyti lokið en rólegt hefur verið á staðnum frá því um klukkan hálftvö. Þó hafa ungmenn kastað eggjum að lögreglu en ekki hefur komið til átaka eftir að nokkrir menn voru handteknir um klukkan eitt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.