Innlent

Meirihluti útlendra fanga eru ferðamenn

35 af 140 föngum sem nú sitja inni eru með erlendan ríkisborgararéttn eða einn af hverjum fjórum. Mikill meirihluti útlendinga sem dæmdir eru í fangelsi á Íslandi eru ferðamenn en ekki fólk sem búsett er á landinu.

Fyrir síðustu helgi var opnað alþjóðahús á Norðurlandi. Af því tilefni sátu Einar Skúlason forstöðumaður Alþjóðahúss á Íslandi og Anna Guðný Guðmundsdóttir verkefnisstjóri á Norðurlandi fyrir svörum í föstudagsþættinum hjá bæjarsjónvarpinu á Akureyri. Einar segir fordóma gagnvart útlendingum vera nokkra telur að umræðan hér á landi sé á villigötum.

Einar segir það misskilning að útlenskir afbrotamenn hafi hreiðrað um sig hér á landi í stórum stíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×