Innlent

Telur að Bobby Fischer hefði unnið Karpov

Boris Spassky er sannfærður um að Fischer hefði unnið Karpov ef heimsmeistaraeinvígi þeirra hefði farið fram árið 1975. Hann hefur áhyggjur af hnignun skákarinnar eftir að tölvan hóf að tröllryðja öllu.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Spasský hélt í Þjóðmenningarhúsinu í dag í tilefni hátíðardagsskrár til minningar um Bobby Fischer. Spasský sagði að með tilkomu tölvunnar hafi klassískum skákmönnum fækkað og að nú séu margir skákmenn jafngóðir en enginn sem tróni á toppnum.

Spasský og Fischer háðu heimsmeistaraeinvígi hér á landi 1972 í skugga kalda stríðsins. Spasský sagði erfitt að koma heim eftir tapið gegn Fischer. Honum hafi verið refsað og bannað að taka þátt í skákmótum í níu mánuði.

Spasský er sannfærður um að Fischer hefði lagt Karpov að velli hefði heimsmeistaraeinvígi þeirra á milli farið fram 1975 eins og til stóð

Greinilegt var á Spassky að hann bar mikla virðingu fyrir Bobby Fischer sem hann segir hafa verið góðan vin. Fram kom í máli hans að Fischer hafi viljað forðast fjölmiðla og vildi að vinir sínir virtu einkalíf hans. Þegar Fischer hafi flutt til Íslands hafi hann viljað fara huldu höfði

Spassky vildi að örðu leyti ekki tjá sig um Fischer af virðingu við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×