Erlent

200 látnir í kuldakasti í Afghanistan

Fólk gengur um götu í Kabúl í krapa og snjó.
Fólk gengur um götu í Kabúl í krapa og snjó. MYND/AFP

Tvö hundruð manns hafa látist í miklu kuldakasti í Afghanistan síðustu daga. Flestir hinna látnu eru fjárhirðar, en konur og börn hafa einnig látist af völdum kuldanna. Fólk virðist ekki vera viðbúið þessum kulda, en ekki hefur fallið jafnmikill snjór í sumum hlutum landsins í 20 ár. Rauði krossinn segir fólk hafa búist við snjókomu í einungis tvo daga.

Fjöldi manns sem flúði átök í Helmand í suðurhluta landsins, hefur komið sér fyrir í tjöldum í Kabúl, þar sem hitastig hefur fallið mjög. Fjölskyldur hafa jafnvel tjaldað á götum borgarinnar og eru alfarið háðar fata-og matargjöfum. Búpeningur hefur einnig drepist í tugþúsundavís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×