Erlent

Indverjar aftra yfirvöldum að hefta fuglaflensufaraldur

Þorpsbúar í röð með fugla sem grunur leikur á að séu með fuglaflensu.
Þorpsbúar í röð með fugla sem grunur leikur á að séu með fuglaflensu. MYND/AFP

Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi hvetja íbúa þorpa þar sem hið banvæna afbrigði fuglaflensu H5N1 kom upp í vikunni, að hætta að henda dauðum fuglum í vötn og tjarnir. Vanþekking þorpsbúa aftrar yfirvöldum frá því að hefta útbreiðslu flensunnar.

Í vesturhluta Bengal var ákveðið að 400 þúsund kjúklingum yrði slátrað í vikunni, en embættismenn segja að verkið muni taka um hálfan mánuð.

Vírusinn fannst í þremur héruðum þar sem meira en 60 þúsund fuglar hafa drepist. Samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda er verið að skoða fugladauða í þremur héruðum til viðbótar.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur tilfellið það alvarlegasta á Indlandi sérstaklega þar sem það það nær yfir stórt landsvæði.

Í mörgum þorpanna sem eru í sóttkví taka íbúar dauða fugla með berum höndum og henda þeim í tjarnir. Þannig auka þeir hættuna á því að vírusinn breiðist út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×