Erlent

Handtekin vegna gruns um hryðjuverk í Kenía

Lögregla leysir upp mótmæli í Kibera fátækrahverfinu í Nairóbí.
Lögregla leysir upp mótmæli í Kibera fátækrahverfinu í Nairóbí. MYND/AFP

Tveir Þjóðverjar og hollensk kona sem komu til Kenía sem fréttamenn hafa verið handtekin vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla segir myndir með uppsetningu grunsamlegs búnaðar hafa fundist í fórum þeirra. Eftir komuna til landsins hafi þau hagað sér grunsamlega. Þremenningarnir voru handteknir á Jomo Kenyatta alþjóðaflugvellinum í Naíróbí. Grunsemdir vöknuðu þegar þau skiptu fjórum sinnum um bíl á leiðinni frá Naíróbí á flugvöllinn.

Talsmaður stjórnarandstöðuflokks Raila Odinga sagði að fólkið hefði unnið að heimildamynd um leiðtoga þeirra sem sýndur var nokkrum dögum fyrir kosningarnar 27. desember. Einn þremenninganna vinnur ennfremur að annarri heimildamynd um Odinga sem hefur sakað Mwai Kibaki um kosningasvindl.

Hundruð erlendra fréttamanna komi til Nairóbí fyrir kosningarnar og fjöldi til viðbótar kom eftir að óeirðir hófust í kjölfar þeirra þar sem 650 hafa látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×