Glitnir þjóðnýttur fyrir 84 milljarða króna 29. september 2008 09:33 Lárus Welding, forstjóri Glitnis, situr niðurlútur á milli seðlabankastjórnanna Eiríks Guðnasonar og Davíðs Oddssonar. MYND/Jón Hákon Ríkisstjórn Íslands mun eignast 75 prósenta hlut í Glitni samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þetta er gert með hliðsjón af þröngri lausafjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum um þessar mundir. Ríkisjóður greiðir 600 milljónir evra eða um 84 milljarða króna fyrir hlutinn í Glitni. Boðað verður til hluthafafundar í Glitni svo fljótt sem samþykktir leyfa þar sem tillaga þar að lútandi verður lögð fram til samþykktar. Fjármálaeftirlitið metur eiginfjárstöðu og eignasafn Glitnis traust. Eiginfjárhlutfall Glitnis verður 14,5 prósent eftir þessa aðgerð. Rekstur bankans verður með eðlilegum hætti eftir því sem bankinn segir. Glitnir hafði frumkvæði að aðgerðunumDavíð Oddsson seðlabankastjóri í Seðlabankanum í morgun.MYND/Stöð 2„Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga eignarhlutinn í bankanum til langframa. Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu," segir enn fremur í tilkynningunni.Fram kom í máli Davíðs Odddssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun að forsvarsmenn Glitnis hefðu haft samband við Seðlabanka Íslands í síðustu viku vegna vandræða og hefur síðan þá verið unnið að lausn vandans.Enginn annar banki hefur leitað til Seðlabankans um aðstoð. Þá kom fram á fundinum að fjármálaráðuneytið muni fara með hlut ríkisins í Glitni og skipa stjórnarmenn sem fara munu fyrir þeim hlut. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans er nýttur til hlutafjárkaupanna og minnkar hann því sem þessari upphæð nemur.Þá sögðu bæði Davíð Oddssson og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, að um skammtímalauafjárvanda væri að ræða sem rekja mætti til falls bandaríska bankans Lehman Brothers. Tengdar fréttir Ekki hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag Ekki verður hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag en hægt er að taka fé út af almennum bankareikningum. 29. september 2008 10:38 Steingrímur J: Allt á trúnaðarstigi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekkert tjá sig um fund formanna stjórnmálaflokkanna með Seðlabankastjórunum í Seðlabankanum í kvöld. "Þetta er allt á trúnaðarstiginu. Það er bara þannig," segir Steingrímur J. í samtali við Vísi. 29. september 2008 00:27 Starfsmenn Glitnis slegnir yfir tíðindunum Fulltrúi starfsmanna Glitnis sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að þeir væru slegnir yfir tíðindunum líkt og þjóðfélagið allt. Góðu tíðindin væru þau að tilkynnt hefði verið í morgun að bankinn yrði rekinn áfram og nú yrði reynt að halda þessu á floti, eins og það var orðað. 29. september 2008 10:20 Blóðrauð opnun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur tekið dýfu við opnun markaða í morgun. Hefur vísitalan lækkað um fjögur prósent og stendur núna í 4.107 stigum. 29. september 2008 10:19 Leynd yfir efni Seðlabankafundar Alger trúnaður og þar með leynd, hvíla yfir því sem fram fór á fundum í forsætisráðuneytinu í gær og í Seðlabankanum seint í gærkvöldi. 29. september 2008 07:55 Höfum séð sömu hluti gerast erlendis segir Lárus Welding Lárus Welding bankastjóri Glitnis segir í tilkynningu frá bankanum að menn hafí séð sömu hluti gerast erlendis og nú eru að gerast með kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum. 29. september 2008 09:32 Stoðir senda tilkynningu um stöðu sína síðar í dag Von er á tilkynningu frá Stoðum, sem áður hét FL Group, síðar í dag vegna stöðu fyrirtækisins í tengslum við þjóðnýtingu Glitnis. 29. september 2008 10:17 Norðmenn hafa miklar áhyggjur af örlögum Glitnis Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. 29. september 2008 10:35 FME stöðvar öll viðskipti með Glitni - Blaðamannafundur í Seðlabankanum Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf., sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. 29. september 2008 09:16 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands mun eignast 75 prósenta hlut í Glitni samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þetta er gert með hliðsjón af þröngri lausafjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum um þessar mundir. Ríkisjóður greiðir 600 milljónir evra eða um 84 milljarða króna fyrir hlutinn í Glitni. Boðað verður til hluthafafundar í Glitni svo fljótt sem samþykktir leyfa þar sem tillaga þar að lútandi verður lögð fram til samþykktar. Fjármálaeftirlitið metur eiginfjárstöðu og eignasafn Glitnis traust. Eiginfjárhlutfall Glitnis verður 14,5 prósent eftir þessa aðgerð. Rekstur bankans verður með eðlilegum hætti eftir því sem bankinn segir. Glitnir hafði frumkvæði að aðgerðunumDavíð Oddsson seðlabankastjóri í Seðlabankanum í morgun.MYND/Stöð 2„Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga eignarhlutinn í bankanum til langframa. Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu," segir enn fremur í tilkynningunni.Fram kom í máli Davíðs Odddssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun að forsvarsmenn Glitnis hefðu haft samband við Seðlabanka Íslands í síðustu viku vegna vandræða og hefur síðan þá verið unnið að lausn vandans.Enginn annar banki hefur leitað til Seðlabankans um aðstoð. Þá kom fram á fundinum að fjármálaráðuneytið muni fara með hlut ríkisins í Glitni og skipa stjórnarmenn sem fara munu fyrir þeim hlut. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans er nýttur til hlutafjárkaupanna og minnkar hann því sem þessari upphæð nemur.Þá sögðu bæði Davíð Oddssson og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, að um skammtímalauafjárvanda væri að ræða sem rekja mætti til falls bandaríska bankans Lehman Brothers.
Tengdar fréttir Ekki hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag Ekki verður hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag en hægt er að taka fé út af almennum bankareikningum. 29. september 2008 10:38 Steingrímur J: Allt á trúnaðarstigi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekkert tjá sig um fund formanna stjórnmálaflokkanna með Seðlabankastjórunum í Seðlabankanum í kvöld. "Þetta er allt á trúnaðarstiginu. Það er bara þannig," segir Steingrímur J. í samtali við Vísi. 29. september 2008 00:27 Starfsmenn Glitnis slegnir yfir tíðindunum Fulltrúi starfsmanna Glitnis sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að þeir væru slegnir yfir tíðindunum líkt og þjóðfélagið allt. Góðu tíðindin væru þau að tilkynnt hefði verið í morgun að bankinn yrði rekinn áfram og nú yrði reynt að halda þessu á floti, eins og það var orðað. 29. september 2008 10:20 Blóðrauð opnun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur tekið dýfu við opnun markaða í morgun. Hefur vísitalan lækkað um fjögur prósent og stendur núna í 4.107 stigum. 29. september 2008 10:19 Leynd yfir efni Seðlabankafundar Alger trúnaður og þar með leynd, hvíla yfir því sem fram fór á fundum í forsætisráðuneytinu í gær og í Seðlabankanum seint í gærkvöldi. 29. september 2008 07:55 Höfum séð sömu hluti gerast erlendis segir Lárus Welding Lárus Welding bankastjóri Glitnis segir í tilkynningu frá bankanum að menn hafí séð sömu hluti gerast erlendis og nú eru að gerast með kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum. 29. september 2008 09:32 Stoðir senda tilkynningu um stöðu sína síðar í dag Von er á tilkynningu frá Stoðum, sem áður hét FL Group, síðar í dag vegna stöðu fyrirtækisins í tengslum við þjóðnýtingu Glitnis. 29. september 2008 10:17 Norðmenn hafa miklar áhyggjur af örlögum Glitnis Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. 29. september 2008 10:35 FME stöðvar öll viðskipti með Glitni - Blaðamannafundur í Seðlabankanum Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf., sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. 29. september 2008 09:16 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Ekki hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag Ekki verður hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag en hægt er að taka fé út af almennum bankareikningum. 29. september 2008 10:38
Steingrímur J: Allt á trúnaðarstigi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekkert tjá sig um fund formanna stjórnmálaflokkanna með Seðlabankastjórunum í Seðlabankanum í kvöld. "Þetta er allt á trúnaðarstiginu. Það er bara þannig," segir Steingrímur J. í samtali við Vísi. 29. september 2008 00:27
Starfsmenn Glitnis slegnir yfir tíðindunum Fulltrúi starfsmanna Glitnis sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að þeir væru slegnir yfir tíðindunum líkt og þjóðfélagið allt. Góðu tíðindin væru þau að tilkynnt hefði verið í morgun að bankinn yrði rekinn áfram og nú yrði reynt að halda þessu á floti, eins og það var orðað. 29. september 2008 10:20
Blóðrauð opnun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur tekið dýfu við opnun markaða í morgun. Hefur vísitalan lækkað um fjögur prósent og stendur núna í 4.107 stigum. 29. september 2008 10:19
Leynd yfir efni Seðlabankafundar Alger trúnaður og þar með leynd, hvíla yfir því sem fram fór á fundum í forsætisráðuneytinu í gær og í Seðlabankanum seint í gærkvöldi. 29. september 2008 07:55
Höfum séð sömu hluti gerast erlendis segir Lárus Welding Lárus Welding bankastjóri Glitnis segir í tilkynningu frá bankanum að menn hafí séð sömu hluti gerast erlendis og nú eru að gerast með kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum. 29. september 2008 09:32
Stoðir senda tilkynningu um stöðu sína síðar í dag Von er á tilkynningu frá Stoðum, sem áður hét FL Group, síðar í dag vegna stöðu fyrirtækisins í tengslum við þjóðnýtingu Glitnis. 29. september 2008 10:17
Norðmenn hafa miklar áhyggjur af örlögum Glitnis Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. 29. september 2008 10:35
FME stöðvar öll viðskipti með Glitni - Blaðamannafundur í Seðlabankanum Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf., sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. 29. september 2008 09:16