Innlent

Leynd yfir efni Seðlabankafundar

Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Geir H. Haarde forsætisráðherra aka burt úr Seðlabankanum í gærkvöld.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Geir H. Haarde forsætisráðherra aka burt úr Seðlabankanum í gærkvöld. MYND/Stöð 2

Alger trúnaður og þar með leynd, hvíla yfir því sem fram fór á fundum í forsætisráðuneytinu í gær og í Seðlabankanum seint í gærkvöldi.

Þeim fundi lauk ekki fyrr en laust eftir miðnætti. Á þann fund mættu meðal annars forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna,varaformaður Samfylkingarinnar, bankastjóri og stjórnarformaður Glitnis, fjármálaráðherra, forsætisráðherra og aðal bankastjóri Seðlabankans.

Fyrr um daginn höfðu stjórnarformaður og forstjóri Kaupþings mætt til viðræðna í forsætisráðuneytinu og einnig stjórnarmaður úr Landsbankanum. Allir báru við trúnaði að fundahöldum loknum, en fjármálaheimurinn bíður þess í ofvæni að tilkynning berist um aðgerðir til bjargar krónunni, þegar Kauphöllin verður opnuð.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×