Norðmenn hafa miklar áhyggjur af örlögum Glitnis 29. september 2008 10:35 Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. Á viðskiptavefnum E24.no er fjallað um málið undir fyrirsögninni „Íslenska ríkið bjargar Glitni frá hruni". Þar segir m.a. að fjármálakreppan banki nú upp á dyrnar í Noregi og að fregnin hafi valdið lækkun á hlutum í bönkum um alla Evrópu. Rifjuð er upp saga Glitnis í stórum dráttum á norska fjármálamarkaðinum allt frá því að bankinn kom inn á norska bankamarkaðinn árið 2004 með kaupum á Kreditbanken í Alesund. Síðan yfirtók Glitnir Bnbank í Þrándheimi og tryggði sér verðbréfafyrirtækið Norse Securitas sem í dag ber heitið Glitnir Securities. Talsmaður SEB (Skandinaviska Enskilda Banken) Carl Hammer segir í viðtali við Reuters fréttastofuna að það hefði verið vitað að íslenskir bankar ættu í fjármögnunarörðugleikum. Þarna sé hinsvegar tekið mjög alvarlegt skref sem fæstir hefðu búist við. Tengdar fréttir Evrur frá ríkinu auðvelda Glitni að afla fjár annars staðar Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands segir að ljóst að Glitnir hefur lent í verulegum vandræðum. Hann segir inngrip ríkisins útvega bankanum talsvert af erlendum gjaldeyri annars vegar og auðvelda bankanum að afla fjár annars staðar hins vegar. 29. september 2008 10:49 Geir segir ástæðulaust fyrir fólk að óttast um innistæður sínar Geir Haarde forsætisráðherra segir ástæðulaust fyrir fólk að óttast um innistæður sínar í Glitni. Á fundi í Stjórnarráðinu í dag sagði Geir að Glitnir, sem ríkið hefur keypt 75 prósent í, væri vel rekinn banki sem hafði lent í vandræðum vegna alþjóðlegra markaðsaðstæðna. Hann sagði ekki við stjórn eða starfsfólk bankans að sakast. 29. september 2008 12:55 Glitnir þjóðnýttur fyrir 84 milljarða króna Ríkisstjórn Íslands mun eignast 75 prósenta hlut í Glitni samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. 29. september 2008 09:33 Norðmenn hvattir til að setja sparifé sitt í Glitni í Noregi Norðmenn eru nú hvattir til þess að setja sparifé sitt á innlánsreikninga hjá Glitni bank ASA í Noregi. Innlánsreikningarnir séu með hæstu ávöxtun í landinu og þar að auki sé nú komin á tvöföld ríkisábyrgð á reikningana. 29. september 2008 13:54 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. Á viðskiptavefnum E24.no er fjallað um málið undir fyrirsögninni „Íslenska ríkið bjargar Glitni frá hruni". Þar segir m.a. að fjármálakreppan banki nú upp á dyrnar í Noregi og að fregnin hafi valdið lækkun á hlutum í bönkum um alla Evrópu. Rifjuð er upp saga Glitnis í stórum dráttum á norska fjármálamarkaðinum allt frá því að bankinn kom inn á norska bankamarkaðinn árið 2004 með kaupum á Kreditbanken í Alesund. Síðan yfirtók Glitnir Bnbank í Þrándheimi og tryggði sér verðbréfafyrirtækið Norse Securitas sem í dag ber heitið Glitnir Securities. Talsmaður SEB (Skandinaviska Enskilda Banken) Carl Hammer segir í viðtali við Reuters fréttastofuna að það hefði verið vitað að íslenskir bankar ættu í fjármögnunarörðugleikum. Þarna sé hinsvegar tekið mjög alvarlegt skref sem fæstir hefðu búist við.
Tengdar fréttir Evrur frá ríkinu auðvelda Glitni að afla fjár annars staðar Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands segir að ljóst að Glitnir hefur lent í verulegum vandræðum. Hann segir inngrip ríkisins útvega bankanum talsvert af erlendum gjaldeyri annars vegar og auðvelda bankanum að afla fjár annars staðar hins vegar. 29. september 2008 10:49 Geir segir ástæðulaust fyrir fólk að óttast um innistæður sínar Geir Haarde forsætisráðherra segir ástæðulaust fyrir fólk að óttast um innistæður sínar í Glitni. Á fundi í Stjórnarráðinu í dag sagði Geir að Glitnir, sem ríkið hefur keypt 75 prósent í, væri vel rekinn banki sem hafði lent í vandræðum vegna alþjóðlegra markaðsaðstæðna. Hann sagði ekki við stjórn eða starfsfólk bankans að sakast. 29. september 2008 12:55 Glitnir þjóðnýttur fyrir 84 milljarða króna Ríkisstjórn Íslands mun eignast 75 prósenta hlut í Glitni samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. 29. september 2008 09:33 Norðmenn hvattir til að setja sparifé sitt í Glitni í Noregi Norðmenn eru nú hvattir til þess að setja sparifé sitt á innlánsreikninga hjá Glitni bank ASA í Noregi. Innlánsreikningarnir séu með hæstu ávöxtun í landinu og þar að auki sé nú komin á tvöföld ríkisábyrgð á reikningana. 29. september 2008 13:54 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Evrur frá ríkinu auðvelda Glitni að afla fjár annars staðar Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands segir að ljóst að Glitnir hefur lent í verulegum vandræðum. Hann segir inngrip ríkisins útvega bankanum talsvert af erlendum gjaldeyri annars vegar og auðvelda bankanum að afla fjár annars staðar hins vegar. 29. september 2008 10:49
Geir segir ástæðulaust fyrir fólk að óttast um innistæður sínar Geir Haarde forsætisráðherra segir ástæðulaust fyrir fólk að óttast um innistæður sínar í Glitni. Á fundi í Stjórnarráðinu í dag sagði Geir að Glitnir, sem ríkið hefur keypt 75 prósent í, væri vel rekinn banki sem hafði lent í vandræðum vegna alþjóðlegra markaðsaðstæðna. Hann sagði ekki við stjórn eða starfsfólk bankans að sakast. 29. september 2008 12:55
Glitnir þjóðnýttur fyrir 84 milljarða króna Ríkisstjórn Íslands mun eignast 75 prósenta hlut í Glitni samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. 29. september 2008 09:33
Norðmenn hvattir til að setja sparifé sitt í Glitni í Noregi Norðmenn eru nú hvattir til þess að setja sparifé sitt á innlánsreikninga hjá Glitni bank ASA í Noregi. Innlánsreikningarnir séu með hæstu ávöxtun í landinu og þar að auki sé nú komin á tvöföld ríkisábyrgð á reikningana. 29. september 2008 13:54