Viðskipti innlent

FME stöðvar öll viðskipti með Glitni - Blaðamannafundur í Seðlabankanum

MYND/Heiða

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf., sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.

Ákvörðun þessi er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta, á meðan beðið er eftir tilkynningu frá félaginu.

Vísir hefur án árangurs reynt að ná tali af forráðamönnum Glitnis. Seðlabankinn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 9.40 en efni þess fundar er ekki gefið upp.



















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×