Meiðsli Eduardo meðal þeirra verstu í sögunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 15:10 Cesc Fabregas átti greinilega erfitt með sig eftir að hafa orðið vitni af meiðslum Eduardo í dag. Nordic Photos / AFP Nú þegar er ljóst að meiðslin sem Eduardo Da Silva hlaut í leik Arsenal og Birmingham verður minnst sem einna verstu meiðslanna í sögu breskrar knattspyrnu. Martin Taylor tæklaði Eduardo það illa að ökklin virtist hreinlega mölbrotinn og að hann hafi hangið saman á skinninu einu. Atvikið átti sér stað strax á þriðju mínútu leiksins en hlúa þurfti að honum í næstum átta mínútur inn á vellinum. Greinilegt var á viðbrögðum manna inn á vellinum að meiðslin voru sérstaklega slæm. Ákveðið var strax að sýna ekki hægar endursýningar af atvikinu í sjónvarpinu eins og svo algengt er. Vísir rifjar hér upp einhver verstu meiðsli síðustu ára í boltanum. David Busst Varnarmaður hjá Coventry og lenti saman í árekstri við Denis Irwin, leikmann Manchester United, í apríl árið 1996. Fótbrotnaði það illa að beinið rauf húðina og þurfti sérstaklega að þrífa blóðið af vellinum eftir hann. Peter Schmeichel, markvörður United, þurfti á áfallahjálp að halda eftir að hafa orðið vitni að atvikinu. Busst lék aldrei aftur sem atvinnumaður í knattspyrnu. Luc Nilis Belgískur framherji hjá Aston Villa sem meiddist í leik gegn Ipswich í september árið 2000. Hann tvíbrotnaði á fæti er hann lenti í samstuði við markvörð Ipswich og lagði skóna á hilluna í janúar. Djibril Cisse Framherji hjá Liverpool sem var tæklaður af James McEvely í október árið 2004. Vinstri fóturinn lagðist saman undir honum með skelflilegum afleiðingum. Búist var við því að hann myndi missa af tímabilinu en hann náði sér fljótt á strik og lék með Liverpool í Meistaradeildinni í apríl. Hann meiddist svo aftur gríðarlega illa í landsleik með Frakklandi skömmu fyrir HM í Þýskalandi sem hann missti af í kjölfarið. Henrik Larsson Framherji hjá Celtic sem tvíbrotnaði í leik gegn Lyon í UEFA-bikarkeppninni í október 1999. John Barnes var stjóri Celtic á þessum tíma og sagði að meiðslin væru ekki jafn slæm og þau litu út fyrir að vera. Legghlíf fór nefnilega úr skorðum sem gerði það að verkum að fótbrotið leit út fyrir að vera mun verra en það var. Stan Collymore Framherji hjá Leicester sem fótbrotnaði í leik gegn Derby í apríl árið 2000. Huga þurfti að honum í sex mínútur inn á vellinum og hann þurfti að anda með aðstoð súrefnisgrímu áður en hann var tekinn af velli. Alan Smith Framherji Manchester United sem meiddist í bikarleik gegn Liverpool. Hann brotnaði á vinstri fæti og fór úr lið á ökkla eftir að hafa lent illa eftir að hafa reynt að verjast aukaspyrnu frá John Arne Riise. Hann var fluttur á sjúkrahús og var á hliðarlínunni í sjö mánuði í kjölfarið. Kieron Dyer Dyer er leikmaður West Ham sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða á ferlinum. Hann varð þó fyrir sínum verstu meiðslum í ágúst síðastliðnum er hann tvíbrotnaði á hægri fæti eftir tæklingu Joe Jacobson, leikmanni Bristol, í ensku deildabikarkeppninni. Hann hefur ekki spilað síðan. Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Nú þegar er ljóst að meiðslin sem Eduardo Da Silva hlaut í leik Arsenal og Birmingham verður minnst sem einna verstu meiðslanna í sögu breskrar knattspyrnu. Martin Taylor tæklaði Eduardo það illa að ökklin virtist hreinlega mölbrotinn og að hann hafi hangið saman á skinninu einu. Atvikið átti sér stað strax á þriðju mínútu leiksins en hlúa þurfti að honum í næstum átta mínútur inn á vellinum. Greinilegt var á viðbrögðum manna inn á vellinum að meiðslin voru sérstaklega slæm. Ákveðið var strax að sýna ekki hægar endursýningar af atvikinu í sjónvarpinu eins og svo algengt er. Vísir rifjar hér upp einhver verstu meiðsli síðustu ára í boltanum. David Busst Varnarmaður hjá Coventry og lenti saman í árekstri við Denis Irwin, leikmann Manchester United, í apríl árið 1996. Fótbrotnaði það illa að beinið rauf húðina og þurfti sérstaklega að þrífa blóðið af vellinum eftir hann. Peter Schmeichel, markvörður United, þurfti á áfallahjálp að halda eftir að hafa orðið vitni að atvikinu. Busst lék aldrei aftur sem atvinnumaður í knattspyrnu. Luc Nilis Belgískur framherji hjá Aston Villa sem meiddist í leik gegn Ipswich í september árið 2000. Hann tvíbrotnaði á fæti er hann lenti í samstuði við markvörð Ipswich og lagði skóna á hilluna í janúar. Djibril Cisse Framherji hjá Liverpool sem var tæklaður af James McEvely í október árið 2004. Vinstri fóturinn lagðist saman undir honum með skelflilegum afleiðingum. Búist var við því að hann myndi missa af tímabilinu en hann náði sér fljótt á strik og lék með Liverpool í Meistaradeildinni í apríl. Hann meiddist svo aftur gríðarlega illa í landsleik með Frakklandi skömmu fyrir HM í Þýskalandi sem hann missti af í kjölfarið. Henrik Larsson Framherji hjá Celtic sem tvíbrotnaði í leik gegn Lyon í UEFA-bikarkeppninni í október 1999. John Barnes var stjóri Celtic á þessum tíma og sagði að meiðslin væru ekki jafn slæm og þau litu út fyrir að vera. Legghlíf fór nefnilega úr skorðum sem gerði það að verkum að fótbrotið leit út fyrir að vera mun verra en það var. Stan Collymore Framherji hjá Leicester sem fótbrotnaði í leik gegn Derby í apríl árið 2000. Huga þurfti að honum í sex mínútur inn á vellinum og hann þurfti að anda með aðstoð súrefnisgrímu áður en hann var tekinn af velli. Alan Smith Framherji Manchester United sem meiddist í bikarleik gegn Liverpool. Hann brotnaði á vinstri fæti og fór úr lið á ökkla eftir að hafa lent illa eftir að hafa reynt að verjast aukaspyrnu frá John Arne Riise. Hann var fluttur á sjúkrahús og var á hliðarlínunni í sjö mánuði í kjölfarið. Kieron Dyer Dyer er leikmaður West Ham sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða á ferlinum. Hann varð þó fyrir sínum verstu meiðslum í ágúst síðastliðnum er hann tvíbrotnaði á hægri fæti eftir tæklingu Joe Jacobson, leikmanni Bristol, í ensku deildabikarkeppninni. Hann hefur ekki spilað síðan.
Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira