Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum 23. nóvember 2008 12:06 Stefán Eiríksson. Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. Haukur Hilmarsson var í vísindaferð með samnemendum sínum í Alþingishúsinu á föstudag þegar hann var handtekinn og látinn hefja afplánun vegna 200 þúsund króna útistandandi sektar sem hann fékk fyrir að mótmæla við álverið á Reyðarfirði árið 2006. Það verður að teljast undarleg tilviljun að Haukur hafi verið handtekinn í Alþingishúsinu því margir hafa haldið því fram, meðal annars alþingismenn, að handtaka Hauks tengist táknrænum mótmælum hans á þaki alþingishússins fyrir tveimur vikum en Haukur dró þá bónusfána að húni. Haukur, Móðir hans og nokkur hundruð manns sem mótrmæltu handtöku hans fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu telja handtöku hans af pólitískum toga og til þess eins að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í fjöldamótmælum sem skipulögð voru á austuvelli í gær. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir þetta ekki rétt. Haukur hafi einfaldlega verið á lista Innheimtumisðtöðvar sekta og sakarkostnaðar á Blöndósi yfir menn sem ekki hefðu svarað boðum um að taka út vararefsingu vegna útistandandi sekta og ætti að handtaka. Eftir að kennsl voru borinn á Hauk í alþingihúsinu á föstudag gat lögregla því ekki annað en fært hann til afplánunnar. Haukur Hilmarsson sagði við fréttastofu í gær að hann væri í eðli sínu á móti því að greiða sektir eins og þær sem hann fékk fyrir mótmælin á Reyðarfirði. Og ætlaði því að sitja af sér þá fjórtán daga sem hann skuldaði. En hann ákvað þess í stað að þekkjast boð huldumanns sem bauðst til greiða sektina fyrir hann. Haukur segist eingöngu hafa þegið þetta boð þar sem honum hafi verið tjáð að fólk væri í hættu fyrir utan lögreglustöðina. Þannig fékk Haukur frelsið um klukkan sex í gær við mikinn fögnuð viðstaddra á Hverfisgötu. Huldumaðurinn sem greiddi sektina fyrir Hauk hefur þó ekki gefið sig fram. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. Haukur Hilmarsson var í vísindaferð með samnemendum sínum í Alþingishúsinu á föstudag þegar hann var handtekinn og látinn hefja afplánun vegna 200 þúsund króna útistandandi sektar sem hann fékk fyrir að mótmæla við álverið á Reyðarfirði árið 2006. Það verður að teljast undarleg tilviljun að Haukur hafi verið handtekinn í Alþingishúsinu því margir hafa haldið því fram, meðal annars alþingismenn, að handtaka Hauks tengist táknrænum mótmælum hans á þaki alþingishússins fyrir tveimur vikum en Haukur dró þá bónusfána að húni. Haukur, Móðir hans og nokkur hundruð manns sem mótrmæltu handtöku hans fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu telja handtöku hans af pólitískum toga og til þess eins að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í fjöldamótmælum sem skipulögð voru á austuvelli í gær. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir þetta ekki rétt. Haukur hafi einfaldlega verið á lista Innheimtumisðtöðvar sekta og sakarkostnaðar á Blöndósi yfir menn sem ekki hefðu svarað boðum um að taka út vararefsingu vegna útistandandi sekta og ætti að handtaka. Eftir að kennsl voru borinn á Hauk í alþingihúsinu á föstudag gat lögregla því ekki annað en fært hann til afplánunnar. Haukur Hilmarsson sagði við fréttastofu í gær að hann væri í eðli sínu á móti því að greiða sektir eins og þær sem hann fékk fyrir mótmælin á Reyðarfirði. Og ætlaði því að sitja af sér þá fjórtán daga sem hann skuldaði. En hann ákvað þess í stað að þekkjast boð huldumanns sem bauðst til greiða sektina fyrir hann. Haukur segist eingöngu hafa þegið þetta boð þar sem honum hafi verið tjáð að fólk væri í hættu fyrir utan lögreglustöðina. Þannig fékk Haukur frelsið um klukkan sex í gær við mikinn fögnuð viðstaddra á Hverfisgötu. Huldumaðurinn sem greiddi sektina fyrir Hauk hefur þó ekki gefið sig fram.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira