Búrma: 22 þúsund látnir, 43 þúsund saknað Guðjón Helgason skrifar 6. maí 2008 18:30 Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína en erfitt er um vik vegna skemmda á vegum og fjarskiptakerfi landsins. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að minnst 22.500 manns hafi farist og að 43 þúsund sé saknað. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er að komast að sumum svæðum sem eru illa leikin. Auk þess er Búrma lokað land og upplýsingar sem þaðan kom oft af skornum skammti. Miðað við upplýsingar nú er ljóst að fleiri hafa ekki farist í fellibyl í Asíu síðan 1991 þega 143 þúsund manns fórust þegar fellibylur skall á Bangladess. Fjölmörg ríki hafa boðið yfirvöldum í Búrma ýmis konar aðstoð - hvort sem það er að senda peninga, hjálpargögn eða björgunarfólk. Flugvél með hjálpargögn frá Taílandi lenti í höfuðborginni Rangoon í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, bauðst til að senda herskip til að aðstoða við leit að þeim sem eru týndir. Til þess yrði herforingja stjórnin að hleypa bandarískum sérfræðingum inn í Búrma til að meta umfang eyðileggingarinnar. Skilaboð Bush til herforingjanna voru því þau að þeir ættu að leyfa Bandaríkjamönnum að koma og hjálpa þeim að hjálpa þjóðinni. Herforingjastjórnin hefur þegar hleypt alþjóðlegum hjálparsamtökum inn í landið sem þykir til marks um hve neyðin sé mikil í landinu enda herforingjarnir ekki þekktir fyrir samvinnu við erlendar stofnanir. Sigfríður Einarsdóttir, kennari, var stödd í Rangoon þegar fellibylurinn fór yfir. Á bloggsíðu sinni segir hún að heilu trén hafi rifnað upp með rótum, staurar með auglýsingaskiltum á hafi bognað eins og lakkrísstangir, girðingar rifnað upp og mörg hús staðið eftir þak- og gluggalaus. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis. Þeim sem vilja styðja við neyðaraðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma Rauða kross Íslands 907-2020. Við hvert símtal dragast 1.200 krónu frá næsta símreikningi. Erlent Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína en erfitt er um vik vegna skemmda á vegum og fjarskiptakerfi landsins. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að minnst 22.500 manns hafi farist og að 43 þúsund sé saknað. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er að komast að sumum svæðum sem eru illa leikin. Auk þess er Búrma lokað land og upplýsingar sem þaðan kom oft af skornum skammti. Miðað við upplýsingar nú er ljóst að fleiri hafa ekki farist í fellibyl í Asíu síðan 1991 þega 143 þúsund manns fórust þegar fellibylur skall á Bangladess. Fjölmörg ríki hafa boðið yfirvöldum í Búrma ýmis konar aðstoð - hvort sem það er að senda peninga, hjálpargögn eða björgunarfólk. Flugvél með hjálpargögn frá Taílandi lenti í höfuðborginni Rangoon í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, bauðst til að senda herskip til að aðstoða við leit að þeim sem eru týndir. Til þess yrði herforingja stjórnin að hleypa bandarískum sérfræðingum inn í Búrma til að meta umfang eyðileggingarinnar. Skilaboð Bush til herforingjanna voru því þau að þeir ættu að leyfa Bandaríkjamönnum að koma og hjálpa þeim að hjálpa þjóðinni. Herforingjastjórnin hefur þegar hleypt alþjóðlegum hjálparsamtökum inn í landið sem þykir til marks um hve neyðin sé mikil í landinu enda herforingjarnir ekki þekktir fyrir samvinnu við erlendar stofnanir. Sigfríður Einarsdóttir, kennari, var stödd í Rangoon þegar fellibylurinn fór yfir. Á bloggsíðu sinni segir hún að heilu trén hafi rifnað upp með rótum, staurar með auglýsingaskiltum á hafi bognað eins og lakkrísstangir, girðingar rifnað upp og mörg hús staðið eftir þak- og gluggalaus. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis. Þeim sem vilja styðja við neyðaraðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma Rauða kross Íslands 907-2020. Við hvert símtal dragast 1.200 krónu frá næsta símreikningi.
Erlent Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira