Enski boltinn

Fabregas sleppur við uppskurð

AFP

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal upplýsti í dag að hann þyrfti ekki að ganga undir uppskurð vegna hnémeiðsla sinna.

Fabregas hafði þetta eftir læknum í heimalandinu í viðtali við Marca. Hann meiddist á hné í leik gegn Liverpool um síðustu helgi og talið er að hann verði frá í allt að fjóra mánuði.

"Ég hefði farið í uppskurð ef þess hefði gerst þörf en við ákváðum að gera það ekki eftir að hafa fengið ráðleggingar frá bestu læknum. 'Eg vil snúa aftur eins fljótt og mögulegt er," sagði Fabregas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×