Segir Evrópu hafa breyst og kallar eftir samstöðu 18. október 2008 15:00 MYND/GVA Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ekki athugasemdir við að áhugahópur innan flokksins um Evrópumál hafi látið gera skoðanakönnun á fylgi við Evrópusambandsaðild og segir frelsi í flokknum. Hann telur hins vegar að við núverandi aðstæður hugsi menn fyrst og fremst um það hvernig íslensk þjóð muni bjarga sér. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir áhugahóp um Evrópumál í Framsóknarflokknum séu um 50 prósent þjóðarinnar hlynnt Evrópusamanbandsaðild og þá eru 70 prósent hlynnt því að efna til þjóaðratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Meirihluti er fyrir atkvæðagreiðslu í öllum flokkum samkvæmt könnun Gallups. „Þessi hópur hefur sitt frelsi og hefur lagt þessar upplýsingar fram og ég geri ekki athugasemdir við það," segir Guðni. Hann telur að það hafi ríkt nokkur samstaða um þau vinnubrögð sem hann hafi beitt sér fyrir sem formaður um að sætta og ræða ólík sjónarmið í flokknum, þar á meðal í Evrópumálum. Flokkurinn hafi þegar skilað skýrslu um gjaldmiðilsmál og fram undan sé ráðstefna um það hvernig standa beri að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild og hverju þurfi að breyta í stjórnarskránni. „En veðrið hefur breyst og menn horfa nú til þess hvernig íslensk þjóð eigi að bjarga sér" segir Guðni og vísar til skyndilegra breytinga á efnahagsmálum þjóðarinnar með falli bankanna. „Mér sýnist sem það séu tvær fylkingar í landinu varðandi ESB. Önnur telur það brýnt að sækja um aðild en hin fráleittt," segir Guðni enn fremur og segir skiptar skoðanir innan allra flokka. „Ég held að menn telji það mikilvægast nú að finna okkur stað í framtíðinni. Evrópa hefur breyst og allur heimurinn er breyttur eftir atburði síðustu vikna og hann mun hugsa allt öðruvísi en áður," segir Guðni enn fremur og bætir við: „Nú kalla allir skynsamir menn á samstöðu og björgunaraðgerðir svo við missum ekki af framtíðinni." Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ekki athugasemdir við að áhugahópur innan flokksins um Evrópumál hafi látið gera skoðanakönnun á fylgi við Evrópusambandsaðild og segir frelsi í flokknum. Hann telur hins vegar að við núverandi aðstæður hugsi menn fyrst og fremst um það hvernig íslensk þjóð muni bjarga sér. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir áhugahóp um Evrópumál í Framsóknarflokknum séu um 50 prósent þjóðarinnar hlynnt Evrópusamanbandsaðild og þá eru 70 prósent hlynnt því að efna til þjóaðratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Meirihluti er fyrir atkvæðagreiðslu í öllum flokkum samkvæmt könnun Gallups. „Þessi hópur hefur sitt frelsi og hefur lagt þessar upplýsingar fram og ég geri ekki athugasemdir við það," segir Guðni. Hann telur að það hafi ríkt nokkur samstaða um þau vinnubrögð sem hann hafi beitt sér fyrir sem formaður um að sætta og ræða ólík sjónarmið í flokknum, þar á meðal í Evrópumálum. Flokkurinn hafi þegar skilað skýrslu um gjaldmiðilsmál og fram undan sé ráðstefna um það hvernig standa beri að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild og hverju þurfi að breyta í stjórnarskránni. „En veðrið hefur breyst og menn horfa nú til þess hvernig íslensk þjóð eigi að bjarga sér" segir Guðni og vísar til skyndilegra breytinga á efnahagsmálum þjóðarinnar með falli bankanna. „Mér sýnist sem það séu tvær fylkingar í landinu varðandi ESB. Önnur telur það brýnt að sækja um aðild en hin fráleittt," segir Guðni enn fremur og segir skiptar skoðanir innan allra flokka. „Ég held að menn telji það mikilvægast nú að finna okkur stað í framtíðinni. Evrópa hefur breyst og allur heimurinn er breyttur eftir atburði síðustu vikna og hann mun hugsa allt öðruvísi en áður," segir Guðni enn fremur og bætir við: „Nú kalla allir skynsamir menn á samstöðu og björgunaraðgerðir svo við missum ekki af framtíðinni."
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira