Segir Evrópu hafa breyst og kallar eftir samstöðu 18. október 2008 15:00 MYND/GVA Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ekki athugasemdir við að áhugahópur innan flokksins um Evrópumál hafi látið gera skoðanakönnun á fylgi við Evrópusambandsaðild og segir frelsi í flokknum. Hann telur hins vegar að við núverandi aðstæður hugsi menn fyrst og fremst um það hvernig íslensk þjóð muni bjarga sér. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir áhugahóp um Evrópumál í Framsóknarflokknum séu um 50 prósent þjóðarinnar hlynnt Evrópusamanbandsaðild og þá eru 70 prósent hlynnt því að efna til þjóaðratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Meirihluti er fyrir atkvæðagreiðslu í öllum flokkum samkvæmt könnun Gallups. „Þessi hópur hefur sitt frelsi og hefur lagt þessar upplýsingar fram og ég geri ekki athugasemdir við það," segir Guðni. Hann telur að það hafi ríkt nokkur samstaða um þau vinnubrögð sem hann hafi beitt sér fyrir sem formaður um að sætta og ræða ólík sjónarmið í flokknum, þar á meðal í Evrópumálum. Flokkurinn hafi þegar skilað skýrslu um gjaldmiðilsmál og fram undan sé ráðstefna um það hvernig standa beri að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild og hverju þurfi að breyta í stjórnarskránni. „En veðrið hefur breyst og menn horfa nú til þess hvernig íslensk þjóð eigi að bjarga sér" segir Guðni og vísar til skyndilegra breytinga á efnahagsmálum þjóðarinnar með falli bankanna. „Mér sýnist sem það séu tvær fylkingar í landinu varðandi ESB. Önnur telur það brýnt að sækja um aðild en hin fráleittt," segir Guðni enn fremur og segir skiptar skoðanir innan allra flokka. „Ég held að menn telji það mikilvægast nú að finna okkur stað í framtíðinni. Evrópa hefur breyst og allur heimurinn er breyttur eftir atburði síðustu vikna og hann mun hugsa allt öðruvísi en áður," segir Guðni enn fremur og bætir við: „Nú kalla allir skynsamir menn á samstöðu og björgunaraðgerðir svo við missum ekki af framtíðinni." Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ekki athugasemdir við að áhugahópur innan flokksins um Evrópumál hafi látið gera skoðanakönnun á fylgi við Evrópusambandsaðild og segir frelsi í flokknum. Hann telur hins vegar að við núverandi aðstæður hugsi menn fyrst og fremst um það hvernig íslensk þjóð muni bjarga sér. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir áhugahóp um Evrópumál í Framsóknarflokknum séu um 50 prósent þjóðarinnar hlynnt Evrópusamanbandsaðild og þá eru 70 prósent hlynnt því að efna til þjóaðratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Meirihluti er fyrir atkvæðagreiðslu í öllum flokkum samkvæmt könnun Gallups. „Þessi hópur hefur sitt frelsi og hefur lagt þessar upplýsingar fram og ég geri ekki athugasemdir við það," segir Guðni. Hann telur að það hafi ríkt nokkur samstaða um þau vinnubrögð sem hann hafi beitt sér fyrir sem formaður um að sætta og ræða ólík sjónarmið í flokknum, þar á meðal í Evrópumálum. Flokkurinn hafi þegar skilað skýrslu um gjaldmiðilsmál og fram undan sé ráðstefna um það hvernig standa beri að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild og hverju þurfi að breyta í stjórnarskránni. „En veðrið hefur breyst og menn horfa nú til þess hvernig íslensk þjóð eigi að bjarga sér" segir Guðni og vísar til skyndilegra breytinga á efnahagsmálum þjóðarinnar með falli bankanna. „Mér sýnist sem það séu tvær fylkingar í landinu varðandi ESB. Önnur telur það brýnt að sækja um aðild en hin fráleittt," segir Guðni enn fremur og segir skiptar skoðanir innan allra flokka. „Ég held að menn telji það mikilvægast nú að finna okkur stað í framtíðinni. Evrópa hefur breyst og allur heimurinn er breyttur eftir atburði síðustu vikna og hann mun hugsa allt öðruvísi en áður," segir Guðni enn fremur og bætir við: „Nú kalla allir skynsamir menn á samstöðu og björgunaraðgerðir svo við missum ekki af framtíðinni."
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira