Segir Evrópu hafa breyst og kallar eftir samstöðu 18. október 2008 15:00 MYND/GVA Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ekki athugasemdir við að áhugahópur innan flokksins um Evrópumál hafi látið gera skoðanakönnun á fylgi við Evrópusambandsaðild og segir frelsi í flokknum. Hann telur hins vegar að við núverandi aðstæður hugsi menn fyrst og fremst um það hvernig íslensk þjóð muni bjarga sér. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir áhugahóp um Evrópumál í Framsóknarflokknum séu um 50 prósent þjóðarinnar hlynnt Evrópusamanbandsaðild og þá eru 70 prósent hlynnt því að efna til þjóaðratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Meirihluti er fyrir atkvæðagreiðslu í öllum flokkum samkvæmt könnun Gallups. „Þessi hópur hefur sitt frelsi og hefur lagt þessar upplýsingar fram og ég geri ekki athugasemdir við það," segir Guðni. Hann telur að það hafi ríkt nokkur samstaða um þau vinnubrögð sem hann hafi beitt sér fyrir sem formaður um að sætta og ræða ólík sjónarmið í flokknum, þar á meðal í Evrópumálum. Flokkurinn hafi þegar skilað skýrslu um gjaldmiðilsmál og fram undan sé ráðstefna um það hvernig standa beri að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild og hverju þurfi að breyta í stjórnarskránni. „En veðrið hefur breyst og menn horfa nú til þess hvernig íslensk þjóð eigi að bjarga sér" segir Guðni og vísar til skyndilegra breytinga á efnahagsmálum þjóðarinnar með falli bankanna. „Mér sýnist sem það séu tvær fylkingar í landinu varðandi ESB. Önnur telur það brýnt að sækja um aðild en hin fráleittt," segir Guðni enn fremur og segir skiptar skoðanir innan allra flokka. „Ég held að menn telji það mikilvægast nú að finna okkur stað í framtíðinni. Evrópa hefur breyst og allur heimurinn er breyttur eftir atburði síðustu vikna og hann mun hugsa allt öðruvísi en áður," segir Guðni enn fremur og bætir við: „Nú kalla allir skynsamir menn á samstöðu og björgunaraðgerðir svo við missum ekki af framtíðinni." Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ekki athugasemdir við að áhugahópur innan flokksins um Evrópumál hafi látið gera skoðanakönnun á fylgi við Evrópusambandsaðild og segir frelsi í flokknum. Hann telur hins vegar að við núverandi aðstæður hugsi menn fyrst og fremst um það hvernig íslensk þjóð muni bjarga sér. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir áhugahóp um Evrópumál í Framsóknarflokknum séu um 50 prósent þjóðarinnar hlynnt Evrópusamanbandsaðild og þá eru 70 prósent hlynnt því að efna til þjóaðratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Meirihluti er fyrir atkvæðagreiðslu í öllum flokkum samkvæmt könnun Gallups. „Þessi hópur hefur sitt frelsi og hefur lagt þessar upplýsingar fram og ég geri ekki athugasemdir við það," segir Guðni. Hann telur að það hafi ríkt nokkur samstaða um þau vinnubrögð sem hann hafi beitt sér fyrir sem formaður um að sætta og ræða ólík sjónarmið í flokknum, þar á meðal í Evrópumálum. Flokkurinn hafi þegar skilað skýrslu um gjaldmiðilsmál og fram undan sé ráðstefna um það hvernig standa beri að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild og hverju þurfi að breyta í stjórnarskránni. „En veðrið hefur breyst og menn horfa nú til þess hvernig íslensk þjóð eigi að bjarga sér" segir Guðni og vísar til skyndilegra breytinga á efnahagsmálum þjóðarinnar með falli bankanna. „Mér sýnist sem það séu tvær fylkingar í landinu varðandi ESB. Önnur telur það brýnt að sækja um aðild en hin fráleittt," segir Guðni enn fremur og segir skiptar skoðanir innan allra flokka. „Ég held að menn telji það mikilvægast nú að finna okkur stað í framtíðinni. Evrópa hefur breyst og allur heimurinn er breyttur eftir atburði síðustu vikna og hann mun hugsa allt öðruvísi en áður," segir Guðni enn fremur og bætir við: „Nú kalla allir skynsamir menn á samstöðu og björgunaraðgerðir svo við missum ekki af framtíðinni."
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira