Innlent

Morðrannsóknin stendur enn yfir

Herbergið sem Hrafnhildur fannst inni á.
Herbergið sem Hrafnhildur fannst inni á.

Rannsókn á morði Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur er ekki enn lokið samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra fékk sent skeyti í gær frá Interpool um að rannsóknin væri enn í gangi.

„Við höfum verið í sambandi í gegnum Interpol skrifstofuna í Dóminíkanska og fengum síðast seint í gærkvöldi staðfestingu á því frá þeim sem allir eru búnir að sjá í fréttum og tilkynningu um að okkur verði gerð grein fyrir niðurstöðunni þegar hún liggur fyrir," segir Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi.

Það var á mánudagsmorgun sem Hrafnhildur fannst látin á hótelherbergi sínu, en talið er að hún hafi verið myrt seint á sunnudagskvöldi.Hún fannst inn á herbergi gistiheimilis þar sem hún var framkvæmdastjóri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×