Standard Liege og Liverpool mættust í kvöld í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Markalaust jafntefli var niðurstaðan þar sem Jose Reina, markvörður Liverpool, var maður leiksins.
Reina varði m.a. vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Standard liðið var betri aðilinn í leiknum. Síðari viðureign liðanna verður á Anfield Road þann 25. ágúst.
Lið Liverpool: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher, Agger, Alonso, Plessis, Benayoun, Kuyt (El Zhar 83), Keane (Gerrard 67), Torres.
Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Hyypia, Voronin, Pennant, Insua.