Barcelona náði í kvöld þriggja stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar með 2-0 sigri á Recreativo í lokaleik helgarinnar á Spáni.
Leo Messi og Seydou Keita skoruðu mörk liðsins og tryggðu því níunda deildarsigurinn í röð.
Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk liðsins í kvöld en kom ekki við sögu.