Veigar Páll: Leyfilegt að vera pirraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 15:29 Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk. Mynd/SNS Norskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir sigur Stabæk á HamKam nú um helgina. „Stabæk fékk öll þrjú stigin á móti HamKam. Það var greinilega ekki nóg fyrir Veigar Pál Gunnarsson," segir á vefútgáfu Verdens Gang um málið. „Íslendingurinn fór niðurlútur af vellinum og hafði ekki áhuga á að tala við fjölmiðlamenn sem vildu fá að vita hvað honum fannst um leikinn." „Þeir eiga það til að ýkja hlutina í norsku pressunni," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi. „Ef ég á að segja alveg eins og er var ég pirraður. Það er alveg leyfilegt að vera stundum pirraður. Maður getur ekki alltaf verið síbrosandi, talað við fjölmiðla og látið eins og maður sé hundurinn þeirra." Veigar Páll var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hann segir að það sé ekki ástæða þess að hann var pirraður. „Við vorum bara að spila illa í leiknum. Leikmenn voru sumir að spila á 70-80 prósent krati og ég var hundfúll vegna þess. Ég vil vinna alla leiki og þoli ekki að tapa. Auk þess hafa dómararnir í síðustu þremur leikjum okkar verið hlægilegir. Það er mjög létt að kenna dómurunum um og þeir gera sín mistök eins og aðrir. En þegar þetta gerist trekk í trekk þurfa þeir að líta í eigin barm og viðurkenna sín mistök." „Það hafa allir sín takmörk og ég fékk bara nóg af þessu. Ég hef þegar fengið tvö gul spjöld á tímabilinu og var ég farinn að láta dómarann heyra það meira en góðu hófi gegnir. Þjálfarinn ákvað því að taka mig út af." Stabæk gengur þó afar vel enn sem komið er á tímabilinu en liðið er á toppi deildarinnar og er taplaus þar að auki eftir fimm umferðir. „Það gengur rosalega vel. Við spiluðum við Lilleström og Brann hér heima og rúllluðum þeim upp. Það hefur ekki gengið eins vel á útivelli. Í gær var það Daniel Nannskog sem vann í raun leikinn fyrir okkur með því að skora tvö mörk. En við höfum haldið hreinu í þremur leikjum og er það afar jákvætt." Undanfarið hefur verið greint frá því að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með Veigari Páli og sjálfur hefur hann greint frá því að hann vilji færa sig um set að tímabliinu loknu. „Ég er búinn að vera í Noregi nógu lengi að mér finnist að ég þurfi að prófa eitthvað nýtt. En ef ekkert gerist er það heldur ekkert slæmt því okkur líður afskaplega vel hér í Stabæk." Hann sagði að Þýskalandi heillaði hann sérstaklega mikið. „Ég held að það væri mjög flott að komast þangað. Þarna er spilaður góður fótbolti, deildin er sterk og hægt að fá fín laun. Það myndi heilla mig mest að fara til Þýskalands eða jafnvel Englands." „Ég er samt mjög lítið að hugsa um þessi mál. Ég einbeiti mér frekar að því að gera það gott hér. Maður verður bara að halda áfram að spila og ef kallið kemur þá kemur það bara." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Norskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir sigur Stabæk á HamKam nú um helgina. „Stabæk fékk öll þrjú stigin á móti HamKam. Það var greinilega ekki nóg fyrir Veigar Pál Gunnarsson," segir á vefútgáfu Verdens Gang um málið. „Íslendingurinn fór niðurlútur af vellinum og hafði ekki áhuga á að tala við fjölmiðlamenn sem vildu fá að vita hvað honum fannst um leikinn." „Þeir eiga það til að ýkja hlutina í norsku pressunni," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi. „Ef ég á að segja alveg eins og er var ég pirraður. Það er alveg leyfilegt að vera stundum pirraður. Maður getur ekki alltaf verið síbrosandi, talað við fjölmiðla og látið eins og maður sé hundurinn þeirra." Veigar Páll var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hann segir að það sé ekki ástæða þess að hann var pirraður. „Við vorum bara að spila illa í leiknum. Leikmenn voru sumir að spila á 70-80 prósent krati og ég var hundfúll vegna þess. Ég vil vinna alla leiki og þoli ekki að tapa. Auk þess hafa dómararnir í síðustu þremur leikjum okkar verið hlægilegir. Það er mjög létt að kenna dómurunum um og þeir gera sín mistök eins og aðrir. En þegar þetta gerist trekk í trekk þurfa þeir að líta í eigin barm og viðurkenna sín mistök." „Það hafa allir sín takmörk og ég fékk bara nóg af þessu. Ég hef þegar fengið tvö gul spjöld á tímabilinu og var ég farinn að láta dómarann heyra það meira en góðu hófi gegnir. Þjálfarinn ákvað því að taka mig út af." Stabæk gengur þó afar vel enn sem komið er á tímabilinu en liðið er á toppi deildarinnar og er taplaus þar að auki eftir fimm umferðir. „Það gengur rosalega vel. Við spiluðum við Lilleström og Brann hér heima og rúllluðum þeim upp. Það hefur ekki gengið eins vel á útivelli. Í gær var það Daniel Nannskog sem vann í raun leikinn fyrir okkur með því að skora tvö mörk. En við höfum haldið hreinu í þremur leikjum og er það afar jákvætt." Undanfarið hefur verið greint frá því að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með Veigari Páli og sjálfur hefur hann greint frá því að hann vilji færa sig um set að tímabliinu loknu. „Ég er búinn að vera í Noregi nógu lengi að mér finnist að ég þurfi að prófa eitthvað nýtt. En ef ekkert gerist er það heldur ekkert slæmt því okkur líður afskaplega vel hér í Stabæk." Hann sagði að Þýskalandi heillaði hann sérstaklega mikið. „Ég held að það væri mjög flott að komast þangað. Þarna er spilaður góður fótbolti, deildin er sterk og hægt að fá fín laun. Það myndi heilla mig mest að fara til Þýskalands eða jafnvel Englands." „Ég er samt mjög lítið að hugsa um þessi mál. Ég einbeiti mér frekar að því að gera það gott hér. Maður verður bara að halda áfram að spila og ef kallið kemur þá kemur það bara."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira