Innlent

Gæsluvarðhald yfir einum árásarmannana staðfest

Maðurinn var handtekinn í Reykjanesbæ í gær.
Maðurinn var handtekinn í Reykjanesbæ í gær. MYND/Víkurfréttir - Þorgils

Pólverjinn sem handtekinn var í Reykjanesbæ í gær í tenglsum við rannsókn á árás sem gerð var í Keilufelli um helgina var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald nú fyrir stundu. Fimm eru nú í haldi vegna málsins en lögregla leitar enn að Tomasz Krzysztof Jagiela sem grunaður er um aðild.

Mennirnir sem nú eru í haldi eru grunaðir um að hafa ráðist inn í hús í Keilufelli á laugardaginn síðasta vopnaðir bareflum og lúskrað á sjö Pólverjum sem þar voru. Mennirnir slösuðust allir, þar af einn alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×