Óttast borgarastyrjöld í Bólivíu Óli Tynes skrifar 15. september 2008 14:32 Grátið yfir kistum ættingja sem hafa fallið í óeirðum í Bólivíu undanfarna viku. MYND/AP Forsetar Suður-Ameríkuríkja streyma nú til neyðarfundar í Chile til þess að reyna að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í Bólivíu. Þar í landi hafa blóðugar óeirðir kostað yfir þrjátíu manns lífið síðustu vikuna. Evo Morales hinn marxiski forseti Bólivíu á í stríði við hægri sinnaða fylkisstjóra sem vilja fá meiri sjálfstjórn fylkja sinna frá alríkisstjórninni. Morales og Hugo Chaves forseti Venesúela eru góðir vinir. Þegar Morales rak sendiherra Bandaríkjanna úr landi í síðustu viku gerði Chaves slíkt hið sama með vel völdum fúkyrðum um Bandaríkjamenn sem hann sagði að fara hundrað sinnum til helvítis. Bandaríkjamenn sögðu að þetta væru aðgerðir veikra og örvæntingarfullra leiðtoga sem væru að reyna að draga athyglina frá eigin óstjórn með því að búa til sameiginlegan óvin erlendis. Borgarastyrjöld í Bólivíu hefði skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir Bólivíu heldur fyrir allan þennan heimshluta. Bólivía er fyrir miðri Suður-Ameríku og á landamæri að fimm nágrannaríkjum. Landamæri yrðu því víða í uppnámi ef til borgarastríðs kæmi. Bólivía er aukinheldur mikill gasframleiðandi og Brasilía til dæmis reiðir sig á gas þaðan. Það er því líka óttast um orkuöryggi og efnahagsleg áföll. Erlent Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira
Forsetar Suður-Ameríkuríkja streyma nú til neyðarfundar í Chile til þess að reyna að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í Bólivíu. Þar í landi hafa blóðugar óeirðir kostað yfir þrjátíu manns lífið síðustu vikuna. Evo Morales hinn marxiski forseti Bólivíu á í stríði við hægri sinnaða fylkisstjóra sem vilja fá meiri sjálfstjórn fylkja sinna frá alríkisstjórninni. Morales og Hugo Chaves forseti Venesúela eru góðir vinir. Þegar Morales rak sendiherra Bandaríkjanna úr landi í síðustu viku gerði Chaves slíkt hið sama með vel völdum fúkyrðum um Bandaríkjamenn sem hann sagði að fara hundrað sinnum til helvítis. Bandaríkjamenn sögðu að þetta væru aðgerðir veikra og örvæntingarfullra leiðtoga sem væru að reyna að draga athyglina frá eigin óstjórn með því að búa til sameiginlegan óvin erlendis. Borgarastyrjöld í Bólivíu hefði skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir Bólivíu heldur fyrir allan þennan heimshluta. Bólivía er fyrir miðri Suður-Ameríku og á landamæri að fimm nágrannaríkjum. Landamæri yrðu því víða í uppnámi ef til borgarastríðs kæmi. Bólivía er aukinheldur mikill gasframleiðandi og Brasilía til dæmis reiðir sig á gas þaðan. Það er því líka óttast um orkuöryggi og efnahagsleg áföll.
Erlent Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira