IMF: Krefjast þess ekki að dregið verði úr fjárlagahalla 24. október 2008 15:14 Frá blaðamannafundinum í Karphúsinu. MYND/Anton Brink Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins héldu blaðamannafund í Karphúsinu í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að óskað verði eftir aðstoð frá sjóðnum. Á ráðherrafundinum var sagt að ekki væri hægt að fara út í þau skilyrði sem sjóðurinn setji fyrir aðstoðinni en á fundinum í Karphúsinu var þó rætt um aðgerðirnar. Sjóðurinn mun ekki krefjast þess að fjárlög skili hagnaði, heldur sé beinlínis reiknað með miklum hallafjárlögum til að byrja með. Það voru þau Paul Thomsem og Petya Brooks sem kynntu málið fyrir blaðamönnum. Ljóst væri að landið væri að ganga í gegnum áfall sem væri án fordæmis. Ísland muni fara frá því að vera nær skuldlaust yfir í það að vera mjög skuldsett ríki. Hann gerir ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í innanlandsframleiðslu. Thomsen sagði ljóst að peningamálastefna landsins verði aðhaldssöm og í því felst væntanlega að stýrivextir verði áfram háir til þess að koma megi í veg fyrir mikið gjaldeyrisútstreymi. Hann sagði einnig nokkuð ljóst að mikill halli verði á fjárlögum og að sjóðurinn ætli sér ekki að gera kröfur um hallalaus fjárlög til að byrja með. Hins vegar sagði Thomsen að íslensk stjórnvöld verði að koma sér upp áætlun hvernig hægt verði að draga úr skuldunum fyrir lok ársins 2010. Aðspurður hvort sjóðurinn hafi sett einhver skilyrði um að Íslendingar gengju til samninga við Breta og aðrar þjóðir sem tapað hafa á íslenskum innlánsreikningunm sagði hann svo ekki vera. Það mál sé á milli Íslendinga og annara ríkja. Hins vegar gerði sjóðurinn ráð fyrir því að úr rætist. Þá kom einnig fram að fjárþörf íslenska ríkisins næstu tvö árin til þess að takast á við áfallið sé um sex milljarðar dollara. Sjóðurinn leggi til tvo milljarða en reiknað sé með að afgangurinn komi frá öðrum ríkjum. Thomsen sagðist einnig gera ráð fyrir því að dragi úr verðbólgu og verður hún að hans mati um 4,5 prósent fyrir lok næsta árs. Tengdar fréttir IMF mun gera ráð fyrir kostnaði vegna Bretadeilu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fullyrðir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun í áætlunum sínum fyrir Ísland gera ráð fyrir útgjöldum vegna deilunnar við Breta og Hollendinga. 24. október 2008 15:14 IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015 Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. 24. október 2008 15:12 Óskað eftir IMF aðstoð: Sjóðurinn lánar tvo milljarða dollara Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Unnin hefur verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika á nýju. 24. október 2008 14:24 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins héldu blaðamannafund í Karphúsinu í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að óskað verði eftir aðstoð frá sjóðnum. Á ráðherrafundinum var sagt að ekki væri hægt að fara út í þau skilyrði sem sjóðurinn setji fyrir aðstoðinni en á fundinum í Karphúsinu var þó rætt um aðgerðirnar. Sjóðurinn mun ekki krefjast þess að fjárlög skili hagnaði, heldur sé beinlínis reiknað með miklum hallafjárlögum til að byrja með. Það voru þau Paul Thomsem og Petya Brooks sem kynntu málið fyrir blaðamönnum. Ljóst væri að landið væri að ganga í gegnum áfall sem væri án fordæmis. Ísland muni fara frá því að vera nær skuldlaust yfir í það að vera mjög skuldsett ríki. Hann gerir ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í innanlandsframleiðslu. Thomsen sagði ljóst að peningamálastefna landsins verði aðhaldssöm og í því felst væntanlega að stýrivextir verði áfram háir til þess að koma megi í veg fyrir mikið gjaldeyrisútstreymi. Hann sagði einnig nokkuð ljóst að mikill halli verði á fjárlögum og að sjóðurinn ætli sér ekki að gera kröfur um hallalaus fjárlög til að byrja með. Hins vegar sagði Thomsen að íslensk stjórnvöld verði að koma sér upp áætlun hvernig hægt verði að draga úr skuldunum fyrir lok ársins 2010. Aðspurður hvort sjóðurinn hafi sett einhver skilyrði um að Íslendingar gengju til samninga við Breta og aðrar þjóðir sem tapað hafa á íslenskum innlánsreikningunm sagði hann svo ekki vera. Það mál sé á milli Íslendinga og annara ríkja. Hins vegar gerði sjóðurinn ráð fyrir því að úr rætist. Þá kom einnig fram að fjárþörf íslenska ríkisins næstu tvö árin til þess að takast á við áfallið sé um sex milljarðar dollara. Sjóðurinn leggi til tvo milljarða en reiknað sé með að afgangurinn komi frá öðrum ríkjum. Thomsen sagðist einnig gera ráð fyrir því að dragi úr verðbólgu og verður hún að hans mati um 4,5 prósent fyrir lok næsta árs.
Tengdar fréttir IMF mun gera ráð fyrir kostnaði vegna Bretadeilu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fullyrðir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun í áætlunum sínum fyrir Ísland gera ráð fyrir útgjöldum vegna deilunnar við Breta og Hollendinga. 24. október 2008 15:14 IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015 Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. 24. október 2008 15:12 Óskað eftir IMF aðstoð: Sjóðurinn lánar tvo milljarða dollara Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Unnin hefur verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika á nýju. 24. október 2008 14:24 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
IMF mun gera ráð fyrir kostnaði vegna Bretadeilu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fullyrðir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun í áætlunum sínum fyrir Ísland gera ráð fyrir útgjöldum vegna deilunnar við Breta og Hollendinga. 24. október 2008 15:14
IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015 Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. 24. október 2008 15:12
Óskað eftir IMF aðstoð: Sjóðurinn lánar tvo milljarða dollara Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Unnin hefur verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika á nýju. 24. október 2008 14:24