IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015 24. október 2008 15:12 Mikið af fréttamönnum spurðu oddvita stjórnarflokkanna á fundinum. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. Í máli Geirs kom einnig fram að lánið við IMF verði endurgreitt á árunum 2012-2015 en lánaskilyrði liggja ekki fyrir. Geir sagði að sjóðurinn veitti lán samkvæmt ákveðnum reglum og kvóta hvers lands í sjóðnum og það útskýrði þessa 2 milljarða dollara. Vangaveltur um hærri tölur væru háðar því að aðrir seðlabankar kæmu að. Í máli ráðherranna kom fram að næstu 6 mánuðir verði mjög erfiðir. Atvinnuleysi mun aukast og mikil óvissa ríkir um verðbólguna. Þetta sé þó liður í því að auka hagvöxt og skapa ný störf fyrir það fólk sem er að missa vinnuna. Á fundinum kom fram að skilyrðin sem sjóðurinn setur fyrir lánveitingunni sé trúnaðarmál sem ekki megi ræða fyrr en búið er að veita lánið, og vonuðust að það yrði innan 10 daga. Þau voru einnig spurð hvort einhver ágreiningur hefði verið innan ríkisstjórnarinnar um að leita til sjóðsins. Í svörum þeirra kom fram að stjórnarflokkarnir væru sammála í þessari aðgerð og að henni hefði verið unnið undafarna daga. Aðspurð hvort þau væru til í að færa fórnir, lækka laun sín og endurskoða lífeyrisréttindi svaraði Geir því til að það sé eitthvað sem verði að sjálfsögðu athugað. Ingibjörg sagði einnig að endurskoða þyrfti svokallað eftirlaunafrumvarp. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. Í máli Geirs kom einnig fram að lánið við IMF verði endurgreitt á árunum 2012-2015 en lánaskilyrði liggja ekki fyrir. Geir sagði að sjóðurinn veitti lán samkvæmt ákveðnum reglum og kvóta hvers lands í sjóðnum og það útskýrði þessa 2 milljarða dollara. Vangaveltur um hærri tölur væru háðar því að aðrir seðlabankar kæmu að. Í máli ráðherranna kom fram að næstu 6 mánuðir verði mjög erfiðir. Atvinnuleysi mun aukast og mikil óvissa ríkir um verðbólguna. Þetta sé þó liður í því að auka hagvöxt og skapa ný störf fyrir það fólk sem er að missa vinnuna. Á fundinum kom fram að skilyrðin sem sjóðurinn setur fyrir lánveitingunni sé trúnaðarmál sem ekki megi ræða fyrr en búið er að veita lánið, og vonuðust að það yrði innan 10 daga. Þau voru einnig spurð hvort einhver ágreiningur hefði verið innan ríkisstjórnarinnar um að leita til sjóðsins. Í svörum þeirra kom fram að stjórnarflokkarnir væru sammála í þessari aðgerð og að henni hefði verið unnið undafarna daga. Aðspurð hvort þau væru til í að færa fórnir, lækka laun sín og endurskoða lífeyrisréttindi svaraði Geir því til að það sé eitthvað sem verði að sjálfsögðu athugað. Ingibjörg sagði einnig að endurskoða þyrfti svokallað eftirlaunafrumvarp.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira