Óskað eftir IMF aðstoð: Sjóðurinn lánar tvo milljarða dollara 24. október 2008 14:24 Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Unnin hefur verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika á nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisstjórn Íslands. „Fyrir liggur samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem verður borið undir stjórn sjóðsins til endanlegrar afgreiðslu eins fljótt og auðið er. Íslenska ríkisstjórnin telur það vera brýnasta verkefni líðandi stundar að koma á efnahagslegum stöðugleika hér á landi og ná tökum á gengi krónunnar. Sviptingar síðustu vikna hafa gert það að verkum að skilvirkni fjármálamarkaða hefur tímabundið skaddast þótt staða ríkissjóðs sé sterk. Af þeim sökum er mikilvægt fyrir íslenska ríkið að hafa til reiðu stóran sjóð í erlendri mynt til þess að mynda kjölfestu og trúverðugleika fyrir gengisstefnu stjórnvalda og bregðast við óhóflegum sveiflum á gengi krónunnar," segir einnig í tilkynningunni. Meginmarkmið efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar eru: 1. Að endurvekja traust á íslenskum efnahag og ná stöðugu gengi krónunnar með markvissum og öflugum aðgerðum. 2. Að undirbúa markvissar aðgerðir til að styrkja stöðu ríkissjóðs. 3. Að endurreisa íslenskt bankakerfi. „Samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins felur í sér lánveitingu frá sjóðnum að jafnvirði 2 milljarðar bandaríkjadala og koma 830 milljónir af þeirri fjárhæð til greiðslu, þegar við staðfestingu stjórnar sjóðsins. Jafnframt eru íslensk stjórnvöld fullviss um að samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni skapa forsendur fyrir frekari lánafyrirgreiðslu frá öðrum löndum." Tengdar fréttir IMF mun gera ráð fyrir kostnaði vegna Bretadeilu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fullyrðir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun í áætlunum sínum fyrir Ísland gera ráð fyrir útgjöldum vegna deilunnar við Breta og Hollendinga. 24. október 2008 15:14 Ekkert í skilyrðum sjóðsins sem ekki er hægt að ganga að Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu rétt í þessu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greint hefur verið frá því að sjóðurinn leggi til tvo milljarða dollara en ekki verður að sinni sagt frá þeim efnahagslegu skilyrðum sem sjóðurinn gerir. 24. október 2008 14:36 IMF: Krefjast þess ekki að dregið verði úr fjárlagahalla Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins héldu blaðamannafund í Karphúsinu í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að óskað verði eftir aðstoð frá sjóðnum. Á ráðherrafundinum var sagt að ekki væri hægt að fara út í þau skilyrði sem sjóðurinn setji fyrir aðstoðinni en á fundinum í Karphúsinu var þó rætt um aðgerðirnar. Sjóðurinn mun ekki krefjast þess að fjárlög skili hagnaði, heldur sé beinlínis reiknað með miklum hallafjárlögum til að byrja með. 24. október 2008 15:14 IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015 Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. 24. október 2008 15:12 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Unnin hefur verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika á nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisstjórn Íslands. „Fyrir liggur samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem verður borið undir stjórn sjóðsins til endanlegrar afgreiðslu eins fljótt og auðið er. Íslenska ríkisstjórnin telur það vera brýnasta verkefni líðandi stundar að koma á efnahagslegum stöðugleika hér á landi og ná tökum á gengi krónunnar. Sviptingar síðustu vikna hafa gert það að verkum að skilvirkni fjármálamarkaða hefur tímabundið skaddast þótt staða ríkissjóðs sé sterk. Af þeim sökum er mikilvægt fyrir íslenska ríkið að hafa til reiðu stóran sjóð í erlendri mynt til þess að mynda kjölfestu og trúverðugleika fyrir gengisstefnu stjórnvalda og bregðast við óhóflegum sveiflum á gengi krónunnar," segir einnig í tilkynningunni. Meginmarkmið efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar eru: 1. Að endurvekja traust á íslenskum efnahag og ná stöðugu gengi krónunnar með markvissum og öflugum aðgerðum. 2. Að undirbúa markvissar aðgerðir til að styrkja stöðu ríkissjóðs. 3. Að endurreisa íslenskt bankakerfi. „Samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins felur í sér lánveitingu frá sjóðnum að jafnvirði 2 milljarðar bandaríkjadala og koma 830 milljónir af þeirri fjárhæð til greiðslu, þegar við staðfestingu stjórnar sjóðsins. Jafnframt eru íslensk stjórnvöld fullviss um að samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni skapa forsendur fyrir frekari lánafyrirgreiðslu frá öðrum löndum."
Tengdar fréttir IMF mun gera ráð fyrir kostnaði vegna Bretadeilu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fullyrðir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun í áætlunum sínum fyrir Ísland gera ráð fyrir útgjöldum vegna deilunnar við Breta og Hollendinga. 24. október 2008 15:14 Ekkert í skilyrðum sjóðsins sem ekki er hægt að ganga að Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu rétt í þessu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greint hefur verið frá því að sjóðurinn leggi til tvo milljarða dollara en ekki verður að sinni sagt frá þeim efnahagslegu skilyrðum sem sjóðurinn gerir. 24. október 2008 14:36 IMF: Krefjast þess ekki að dregið verði úr fjárlagahalla Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins héldu blaðamannafund í Karphúsinu í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að óskað verði eftir aðstoð frá sjóðnum. Á ráðherrafundinum var sagt að ekki væri hægt að fara út í þau skilyrði sem sjóðurinn setji fyrir aðstoðinni en á fundinum í Karphúsinu var þó rætt um aðgerðirnar. Sjóðurinn mun ekki krefjast þess að fjárlög skili hagnaði, heldur sé beinlínis reiknað með miklum hallafjárlögum til að byrja með. 24. október 2008 15:14 IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015 Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. 24. október 2008 15:12 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
IMF mun gera ráð fyrir kostnaði vegna Bretadeilu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fullyrðir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun í áætlunum sínum fyrir Ísland gera ráð fyrir útgjöldum vegna deilunnar við Breta og Hollendinga. 24. október 2008 15:14
Ekkert í skilyrðum sjóðsins sem ekki er hægt að ganga að Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu rétt í þessu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greint hefur verið frá því að sjóðurinn leggi til tvo milljarða dollara en ekki verður að sinni sagt frá þeim efnahagslegu skilyrðum sem sjóðurinn gerir. 24. október 2008 14:36
IMF: Krefjast þess ekki að dregið verði úr fjárlagahalla Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins héldu blaðamannafund í Karphúsinu í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að óskað verði eftir aðstoð frá sjóðnum. Á ráðherrafundinum var sagt að ekki væri hægt að fara út í þau skilyrði sem sjóðurinn setji fyrir aðstoðinni en á fundinum í Karphúsinu var þó rætt um aðgerðirnar. Sjóðurinn mun ekki krefjast þess að fjárlög skili hagnaði, heldur sé beinlínis reiknað með miklum hallafjárlögum til að byrja með. 24. október 2008 15:14
IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015 Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. 24. október 2008 15:12