Íslensk forsjárdeila að baki blóðugum átökum í Danmörku Andri Ólafsson skrifar 20. febrúar 2008 12:35 Danska lögreglan handtók íslensku feðgana um helgina. Að baki hinna blóðugu átaka sem áttu sér stað á milli íslenskra feðga og dansks karlmanns í Langæbæk í Danmörku um helgina býr harðvítug forræðisdeila. Málið hefur ratað á síður helstu dagblaða Danmerkur en þarlendir fjölmiðlar segja að afbrýðissemi hafi búið að baki átökunum. Málið er hins vegar mun flóknara en það. Feðgarnir íslensku, þeir Svavar Guðnason og Daníel Örn Svavarsson, fóru utan til að sækja sjö ára dóttur Svavars, og systur Daníels, sem býr í Langebæk ásamt íslenskri móður sinni og dönskum sambýlismanni hennar. Móðir stúlkunnar fer ekki með forræði yfir henni og feðgarnir hafa gögn undir höndum sem sanna það. Þeir segja að aðstæður stúlkunnar í Langebæk séu afar slæmar. Mikil áfengisneysla sé á heimilinu og önnur óregla. Stúlkan hefur verið hjá móður sinni í Danmörku síðan að móðurafi hennar fékk leyfi til að fara með hana þangað í stutt leyfi. Ár hefur nú liðið og forráðamenn stúlkunnar á Íslandi fyrir löngu farnir að ókyrrast. Þegar feðgarnir komu til Langebæk var þeim meinað að hitta stúlkuna. Sambýlismaður móður hennar sá til þess. Fljótlega sló í brýnu þeirra á milli og átök brutust út sem enduðu með því að lögregla handtók feðgana. Sambýlismaðurinn hafði þá hlotið nokkra áverka. Danskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið í kjölfarið. Þar var talað um að afbrýðissemi hefði ráðið för og að Íslendingarnir hefðu barið sambýlismanninn með járnröri. Samkvæmt upplýsingum frá Tom Buhl er stjórnar rannsókn málsins fyrir lögregluna á Suður-Sjálandi var árásin töluvert blásin út í dönskum fjölmiðlum. „Sem dæmi get ég nefnt að fjölmiðlar tala um að feðgarnir hafi notað járnrör en í raun var um örþunnan rafmæli að ræða," segir Buhl sem bætir því við að meiðsli Danans séu minni háttar, í raun aðeins um marbletti að ræða. Feðgarnir eru nú komnir heim til Íslands en þeir hyggjast ekki leggja árar í bát. Þeir hyggjast höfða mál í Danmörku til þess að tryggja að stúlkan litla komist heim í hendur þeirra sem fara með forræði hennar og hafa ráðið sér lögmann til þess að tryggja að svo verði. Vísir ræddi við annan feðganna, Daníel Örn Svavarsson í dag. Hann sagði að það hefði aldrei vakið fyrir sér eða föður hans að stofna til vandræða. Hann segir einnig að systur sinni líði illa þar sem hún sé nú niðurkomin. Það hafi hún sagt honum í síma. "Við óttuðumst um öryggi og velferð systur minnar. Við vildum koma henni í öruggar hendur," segir Daníel. Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18. febrúar 2008 20:30 Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki. 19. febrúar 2008 09:52 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Að baki hinna blóðugu átaka sem áttu sér stað á milli íslenskra feðga og dansks karlmanns í Langæbæk í Danmörku um helgina býr harðvítug forræðisdeila. Málið hefur ratað á síður helstu dagblaða Danmerkur en þarlendir fjölmiðlar segja að afbrýðissemi hafi búið að baki átökunum. Málið er hins vegar mun flóknara en það. Feðgarnir íslensku, þeir Svavar Guðnason og Daníel Örn Svavarsson, fóru utan til að sækja sjö ára dóttur Svavars, og systur Daníels, sem býr í Langebæk ásamt íslenskri móður sinni og dönskum sambýlismanni hennar. Móðir stúlkunnar fer ekki með forræði yfir henni og feðgarnir hafa gögn undir höndum sem sanna það. Þeir segja að aðstæður stúlkunnar í Langebæk séu afar slæmar. Mikil áfengisneysla sé á heimilinu og önnur óregla. Stúlkan hefur verið hjá móður sinni í Danmörku síðan að móðurafi hennar fékk leyfi til að fara með hana þangað í stutt leyfi. Ár hefur nú liðið og forráðamenn stúlkunnar á Íslandi fyrir löngu farnir að ókyrrast. Þegar feðgarnir komu til Langebæk var þeim meinað að hitta stúlkuna. Sambýlismaður móður hennar sá til þess. Fljótlega sló í brýnu þeirra á milli og átök brutust út sem enduðu með því að lögregla handtók feðgana. Sambýlismaðurinn hafði þá hlotið nokkra áverka. Danskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið í kjölfarið. Þar var talað um að afbrýðissemi hefði ráðið för og að Íslendingarnir hefðu barið sambýlismanninn með járnröri. Samkvæmt upplýsingum frá Tom Buhl er stjórnar rannsókn málsins fyrir lögregluna á Suður-Sjálandi var árásin töluvert blásin út í dönskum fjölmiðlum. „Sem dæmi get ég nefnt að fjölmiðlar tala um að feðgarnir hafi notað járnrör en í raun var um örþunnan rafmæli að ræða," segir Buhl sem bætir því við að meiðsli Danans séu minni háttar, í raun aðeins um marbletti að ræða. Feðgarnir eru nú komnir heim til Íslands en þeir hyggjast ekki leggja árar í bát. Þeir hyggjast höfða mál í Danmörku til þess að tryggja að stúlkan litla komist heim í hendur þeirra sem fara með forræði hennar og hafa ráðið sér lögmann til þess að tryggja að svo verði. Vísir ræddi við annan feðganna, Daníel Örn Svavarsson í dag. Hann sagði að það hefði aldrei vakið fyrir sér eða föður hans að stofna til vandræða. Hann segir einnig að systur sinni líði illa þar sem hún sé nú niðurkomin. Það hafi hún sagt honum í síma. "Við óttuðumst um öryggi og velferð systur minnar. Við vildum koma henni í öruggar hendur," segir Daníel.
Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18. febrúar 2008 20:30 Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki. 19. febrúar 2008 09:52 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18. febrúar 2008 20:30
Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki. 19. febrúar 2008 09:52