Ekki algengt en tíðkast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2008 16:42 Ólafur Garðarsson, umboðsmaður knattspyrnumanna. Mynd/Anton Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna segir að þó nokkur dæmi séu um að utanaðkomandi aðilar hafi fjármagnað kaup knattspyrnumanna, líkt og í tilfelli Sverris Garðarssonar. Sverrir gekk nú í vikunni til liðs við GIF Sundsvall í Svíþjóð frá FH en í dag kom í ljós að kaupin voru að mestu fjármögnuð af fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Vísir hafði samband við Ólaf sem þekkir vel til þessa mála. „Þetta er ekki algengt en tíðkast, sérstaklega á Norðurlöndunum. Persónulega finnst mér ekkert athugavert við þetta þó svo að FIFA kunni að vera á annarri skoðun. Íslenskir leikmenn hafa áður farið til Norðurlandanna með þessum hætti og þekki ég nokkur slík tilvik sjálfur." „Segjum sem svo að félag sé búið með sína peninga og báðir framherjarnir meiðast. Þá hafa fjárfestar komið að máli og fjármagnað kaup á leikmanni fyrir kannski 15-20 milljónir. Það er ekki mikill peningur þegar 3-4 fjársterkir aðilar koma saman. Svo er alltaf þessi von að leikmaðurinn stendur sig og selst, þá fá fjárfestarnir fyrst það sem þeir létu út og svo kannski helminginn af hagnaðinum." „En þeir vita líka að í flestum tilvikum koma þessir leikmenn og vinna sína vinnu og seljast kannski aldrei. Þá fá þeir ekki þennan pening aftur." Mikið hefur verið rætt um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, samanber mál Carlos Tevez og Javier Mascherano. „Ég veit að reglur FIFA eru erfiðar hvað þetta varðar því það má enginn eiga leikmann nema félögin sjálf. Þetta er þó mismunandi eftir löndum. Sjálfum finnst mér þó ekkert að því að hver sem er getur keypt leikmann." Og hann segir að utanaðkomandi fjárfestar hafi komið að fjármögnum á kaupum íslenskra félagsliða á leikmönnum. „Ég man þegar að Veigar Páll kom til Íslands frá Strömsgodset vildi ekkert íslenskt lið kaupa hann. Þá fékk ég breskan fjárfestingarsjóð til að fjármagna kaupin og þeir fengu svo sitt á endanum," sagði Ólafur en Veigar Páll er nú leikmaður Stabæk í Noregi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira
Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna segir að þó nokkur dæmi séu um að utanaðkomandi aðilar hafi fjármagnað kaup knattspyrnumanna, líkt og í tilfelli Sverris Garðarssonar. Sverrir gekk nú í vikunni til liðs við GIF Sundsvall í Svíþjóð frá FH en í dag kom í ljós að kaupin voru að mestu fjármögnuð af fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Vísir hafði samband við Ólaf sem þekkir vel til þessa mála. „Þetta er ekki algengt en tíðkast, sérstaklega á Norðurlöndunum. Persónulega finnst mér ekkert athugavert við þetta þó svo að FIFA kunni að vera á annarri skoðun. Íslenskir leikmenn hafa áður farið til Norðurlandanna með þessum hætti og þekki ég nokkur slík tilvik sjálfur." „Segjum sem svo að félag sé búið með sína peninga og báðir framherjarnir meiðast. Þá hafa fjárfestar komið að máli og fjármagnað kaup á leikmanni fyrir kannski 15-20 milljónir. Það er ekki mikill peningur þegar 3-4 fjársterkir aðilar koma saman. Svo er alltaf þessi von að leikmaðurinn stendur sig og selst, þá fá fjárfestarnir fyrst það sem þeir létu út og svo kannski helminginn af hagnaðinum." „En þeir vita líka að í flestum tilvikum koma þessir leikmenn og vinna sína vinnu og seljast kannski aldrei. Þá fá þeir ekki þennan pening aftur." Mikið hefur verið rætt um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, samanber mál Carlos Tevez og Javier Mascherano. „Ég veit að reglur FIFA eru erfiðar hvað þetta varðar því það má enginn eiga leikmann nema félögin sjálf. Þetta er þó mismunandi eftir löndum. Sjálfum finnst mér þó ekkert að því að hver sem er getur keypt leikmann." Og hann segir að utanaðkomandi fjárfestar hafi komið að fjármögnum á kaupum íslenskra félagsliða á leikmönnum. „Ég man þegar að Veigar Páll kom til Íslands frá Strömsgodset vildi ekkert íslenskt lið kaupa hann. Þá fékk ég breskan fjárfestingarsjóð til að fjármagna kaupin og þeir fengu svo sitt á endanum," sagði Ólafur en Veigar Páll er nú leikmaður Stabæk í Noregi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira