Fréttastofur Ríkisútvarpsins og sjónvarps sameinaðar 16. september 2008 10:06 Fréttastofur Ríkisútvarpsins og íþróttadeild hafa verið sameinaðar undir merki fréttastofu RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV og því bætt við að með sameiningunni sé verið að efla og bæta fréttaþjónustu RÚV í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum. Engar uppsagnir munu standa til þrátt fyrir þetta. Um áttatíu manns starfa á fréttastofu RÚV eftir sameininguna - fréttamenn, dagskrárgerðarfólk, tæknimenn og aðstoðarfólk. Undir fréttastofuna heyra svæðisstöðvar og ritstjórn ruv.is. Þá færist núverandi íþróttadeild undir fréttastofuna. „Fréttastofa Útvarpsins rekur upphaf sitt til stofnárs Ríkisútvarpsins 1930 og Fréttastofa Sjónvarpsins hóf göngu sína árið 1966. Það blasir því við að sameinuð fréttastofa RÚV byggir á gömlum og traustum grunni, mikilli reynslu og þekkingu. Fréttastofurnar hafa nú um langa hríð átt náið og gott samstarf um ýmis fagleg og rekstrarleg mál, einkum eftir flutning Sjónvarpsins í Efstaleiti 1 árið 2000. Um tíma heyrðu fréttastofurnar undir sameiginlegt fréttasvið en síðustu árin hafa þær verið reknar sem sjálfstæðar einingar," segir í tilkynningunni. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir í tilkynningu: „ Ávinningurinn af þessu er betri fagleg og rekstrarleg yfirsýn. Starfsemin verður skilvirkari og markvissari. Öllu afli hinnar sameinuðu fréttastofu verður beint í sama farveg , - að veita almenningi eins góða og trausta fréttaþjónustu og hægt er í öllum okkar miðlum: útvarpi, sjónvarpi og á vefnum. Stóran hluta daglegrar fréttavinnslu má hæglega samnýta fyrir alla miðlana. Það sem vinnst með slíkri hagræðingu má þá nýta til að auka sérhæfingu, efla fréttaskýringar og leita nýrra leiða til að miðla fréttum á þann hátt sem samtíminn krefst. Við bindum miklar vonir við að þessi skipulagsbreyting verði til að efla íslenska fjölmiðlun. Ný Fréttastofa RÚV mun hafa á að skipa kraftmiklu, þrautreyndu og vel menntuðu starfsfólki. Það er mikilvægt að nýta sem best krafta þessa góða fólks í þágu almennings - þeirra sem treysta á fréttir RÚV". Fréttastjóri RÚV er Óðinn Jónsson og varafréttastjórar þau Broddi Broddason, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Margrét Marteinsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Að sögn Aðalbjörns Sigurðssonar, formanns Félags fréttamanna á RÚV, kom fram á fundi með starfsmönnum að ekki stæði til að segja upp fólki vegna breytinganna. Hann sagði að við fyrstu sýn legðust breytingarnar vel í hann. „Ég held að þetta sé gott. Þessi breyting ætti að geta aukið á sérhæfingu og það þarf ekki að tvívinna hlutina eins og stundum hefur verið hér,“ sagði Aðalbjörn. Elín Hirst, sem fram að þessu hefur verið fréttastjóri Sjónvarps, mun hafa staðið upp á starfsmannafundi og tilkynnt að henni verði fundin önnur verkefni innanhúss. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Fréttastofur Ríkisútvarpsins og íþróttadeild hafa verið sameinaðar undir merki fréttastofu RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV og því bætt við að með sameiningunni sé verið að efla og bæta fréttaþjónustu RÚV í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum. Engar uppsagnir munu standa til þrátt fyrir þetta. Um áttatíu manns starfa á fréttastofu RÚV eftir sameininguna - fréttamenn, dagskrárgerðarfólk, tæknimenn og aðstoðarfólk. Undir fréttastofuna heyra svæðisstöðvar og ritstjórn ruv.is. Þá færist núverandi íþróttadeild undir fréttastofuna. „Fréttastofa Útvarpsins rekur upphaf sitt til stofnárs Ríkisútvarpsins 1930 og Fréttastofa Sjónvarpsins hóf göngu sína árið 1966. Það blasir því við að sameinuð fréttastofa RÚV byggir á gömlum og traustum grunni, mikilli reynslu og þekkingu. Fréttastofurnar hafa nú um langa hríð átt náið og gott samstarf um ýmis fagleg og rekstrarleg mál, einkum eftir flutning Sjónvarpsins í Efstaleiti 1 árið 2000. Um tíma heyrðu fréttastofurnar undir sameiginlegt fréttasvið en síðustu árin hafa þær verið reknar sem sjálfstæðar einingar," segir í tilkynningunni. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir í tilkynningu: „ Ávinningurinn af þessu er betri fagleg og rekstrarleg yfirsýn. Starfsemin verður skilvirkari og markvissari. Öllu afli hinnar sameinuðu fréttastofu verður beint í sama farveg , - að veita almenningi eins góða og trausta fréttaþjónustu og hægt er í öllum okkar miðlum: útvarpi, sjónvarpi og á vefnum. Stóran hluta daglegrar fréttavinnslu má hæglega samnýta fyrir alla miðlana. Það sem vinnst með slíkri hagræðingu má þá nýta til að auka sérhæfingu, efla fréttaskýringar og leita nýrra leiða til að miðla fréttum á þann hátt sem samtíminn krefst. Við bindum miklar vonir við að þessi skipulagsbreyting verði til að efla íslenska fjölmiðlun. Ný Fréttastofa RÚV mun hafa á að skipa kraftmiklu, þrautreyndu og vel menntuðu starfsfólki. Það er mikilvægt að nýta sem best krafta þessa góða fólks í þágu almennings - þeirra sem treysta á fréttir RÚV". Fréttastjóri RÚV er Óðinn Jónsson og varafréttastjórar þau Broddi Broddason, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Margrét Marteinsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Að sögn Aðalbjörns Sigurðssonar, formanns Félags fréttamanna á RÚV, kom fram á fundi með starfsmönnum að ekki stæði til að segja upp fólki vegna breytinganna. Hann sagði að við fyrstu sýn legðust breytingarnar vel í hann. „Ég held að þetta sé gott. Þessi breyting ætti að geta aukið á sérhæfingu og það þarf ekki að tvívinna hlutina eins og stundum hefur verið hér,“ sagði Aðalbjörn. Elín Hirst, sem fram að þessu hefur verið fréttastjóri Sjónvarps, mun hafa staðið upp á starfsmannafundi og tilkynnt að henni verði fundin önnur verkefni innanhúss.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira