Innlent

Sonur Danans í pössun á Hrauni meðan skotið er

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Valli

Sonur danska villidýrafræðingsins Carstens Grøndahl er kominn í pössun hjá dönsku húsfreyjunni á Hrauni á meðan karl faðir hans svæfir ísbjörninn. Þetta sagði Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Héraðsfréttablaðsins Feykis, í samtali við Vísi.

Drengurinn er 10 ára gamall og heitir Niels Ulrik. Faðir hans var í stökustu vandræðum með að koma honum í pössun áður en lagt var upp til Íslands svo að hann tók drenginn með og nú dvelur hann í góðu yfirlæti hjá húsfreyjunni Merete Rabölle.

Guðný segir að aðgerðin sé um það bil að hefjast og standa þrír menn vopnaðir rifflum á hlaði Hrauns. Þeim er ætlað að fella björninn ef hann tryllist og sækir að bænum. Grøndahl er lagður af stað vopnaður deyfibyssu og ljóst að til tíðinda mun draga á hverri stundu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×